Væntingar eru hættulegar
Væntingar eru hættulegar - líklega hættulegasti hlutur í heimi. Þær grassera í hausnum á fólki, ímyndunaraflið fer í algjört stjórnleysi og útkoman þess vegna aldrei góð.
Besta ráðið við væntingum er líklega að læra - og kenna öðrum hugsunarlestur. Það er örugglega það eina sem gengur í málinu. Hvernig sem á það er litið eru ekki nein önnur ráð til staðar. Væntingar eru nefnilega bara í hausnum á okkur sjálfum. Þess vegna eru þetta væntingar - ekki eitthvað annað. Við erum að vonast til þess að einhver annar lesi hugsanir okkar, sjái það á okkur eða geti sér til um - hvað það er sem við viljum. Hvernig á það að vera hægt??
Svo þegar ekkert gengur fyrir hinn/hina að uppfylla okkar væntingar - þá förum við í fýlu út í viðkomandi, segjum ekkert og þá þarf hinn aðilinn aftur að fara á námskeiðið í hugsunarlestri svona til að skilja hvað er í gangi!
Hættum að hafa væntingar - tölum við fólk í kringum okkur, segjum hvað við viljum og hvað okkur finnst.
OG SÍÐAST EN EKKI SÍST - STÖNDUM MEÐ OKKUR SJÁLFUM
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home