miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Snjóakstur og bílskúrar

Mér finnst gaman að keyra í snjó. Það er bara þannig - samt er ég núna á bíl sem er ekki framhjóladrifinn, sjálfskiptur og í fyrsta sinn er ég með nelgd snjódekk. Fyrrverandi bílafloti hefur samanstaðið af framhjóladrifnum, beinskiptum og ekki nelgdum snjódekkjum - þ.e. að vetri til.
En mér er samt skemmt - nema við sköfun af framrúðum - það er ekki eins gaman.
Hvenær ætli verði búið að taka til í bílskúrnum - þannig að ég komin bílnum þar inn. Ég er líka búin að eiga marga bílskúra eða a.m.k. 3 síðustu 5 ár - og viti menn - bíllinn hefur aldrei farið inn í þessa bílskúra. Þar fyrir er alls konar dót - dót sem ég hef flutt með mér á milli heimila. Og ég veit að þið trúið því ekki - ég hef ekki hingað til þurft að nota neitt af þessu dóti.
Er að hugsa um að auglýsa í blöðum eftirfarandi: Tek að mér að flytja dót á milli bílskúra og kompa, fyrir lítinn pening. Geymið auglýsinguna.........................

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home