fimmtudagur, desember 02, 2004

Að standa með sjálfum sér.......

Rosalega var ég stolt af sjálfri mér í gær. Ég tók mig til og stóð kyrfilega með sjálfi mér gagnvart manneskju sem hefur vaðið yfir fólk, á skítugum skónum - í langan tíma. Og mér leið svo vel á eftir - frábær tilfinning. Viðkomandi hefur haft það fyrir sið (þetta er auðvitað ekki satt, manneskjan er auðvitað mjög veikur - meðvirkur einstaklingur) að tala illa um fólk, ljúga og hagræða hlutum og heldur svo að enginn taki eftir því.
En í gær var mér nóg boðið þegar viðkomandi reyndi enn og aftur að "selja mér sannleika" sem bæði ég og aðrir vita er tómt bull.
Kannski segir þetta meira um mig - og minn bata í meðvirkninni - ég mæli með því að standa með sjálfum sér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home