fimmtudagur, desember 02, 2004

Það er kallt í Svíþjóð

Aldrei aftur skal ég kvarta yfir veðrinu á Íslandi. Hafið þið verið í 16° C frosti, raka og roki. Mæli ekki með því. Það frýs í nefinu á manni þegar maður kemur út á morgnanna.
En samt var frábært - ég keypti mér bara "skammdegisskó" en það eru skór sem þola EKKI dagsbirtu! Svona skóm er "lagt" á vorin........ Svo klæddi ég mig vel - við erum bara að tala um að labba á milli húsa - það er ekki eins og ég hafi verið í fjallgöngum.
En ég hélt 3 fyrirlestra, hvern öðrum betri og leið vel með þetta allt saman.
Svo gat ég athugað hvort Mastercard kort virkar í Svíþjóð - og viti menn - það gekk bara nokkuð vel.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home