þriðjudagur, desember 13, 2005

Bankamenn, lögfræðingar, ahættumatsserfræðingar.....

Það er búið að vera mikið í gangi síðastliðna daga. Endalausir samningar, upplýsingaöflun, upplýsingagjöf, teikningar, innréttingar, pantanir, samtöl, símtöl........ og svo...... gengur allt saman!!!

Magasýrurnar eru að ná eðlilegu jafnvægi, stress-stuðullinn fer lækkandi og bráðum get ég sest niður og hlegið að öllu stressinu. Ég hlakka til - og þá er ég ekki bara að tala um jólin!

Á borðinu hjá mér þessa stundina er eftirfarandi:

Teikningar af bakaríinu (frá Þýskalandi)
Útreikningar vegna fjármögnunar
DVD diskur með logoinu
Verkefnalisti (fyrir næstu daga)
Greiddir reikningar (og ógreiddir)
Fjarstýring (veit ekki af hverju)
Seðlaveskið mitt (aldrei þessu vant í plús)
Head-phones (til að tala á Skype-inu)
.... og síðast en ekki síst:
Smákökuskál (sem var full af smákökum frá Hjördísi Perlu - en er núna tóm) og það var ekki ég sem borðaði þær.....

1 Comments:

At 13 desember, 2005 21:20, Blogger GHH said...

JIBBÍKÓLA... innilega til hamingju með þetta elsku vinir. Hlakka mega brjálæðislega til að koma í Bread´n´Buns og fá mér cinnabon :)

 

Skrifa ummæli

<< Home