fimmtudagur, desember 15, 2005

Þegar piparkökur bakast...... lalalala

Jæja - nú er loksins komið að því. Ég er að fara að vinna í bakaríinu - til að læra að vinna í bakaríi! Það þýðir víst lítið að mæta algjörlega reynslulaus til USA og ætla að fara að reka bakarí.
Nei - nú set ég á mig svuntuna og ætla að vera hjá Reyni bakara, alla vega eftir hádegi í dag. Svo er það auðvitað spurning hvort ég fái áframhaldandi ráðningu ;)
Vinkonur mínar í Drekaklúbbnum - sem og aðrar vinkonur og frænkur - segjast ætla að fjölmenna í bakaríið í dag, þær halda líklega að þær fái afslátt - but no!!
Ef þið komið og verslið - og þekkið mig ekki - þá er ég þessi í rauðu strigaskónum í anda jólanna...........

1 Comments:

At 15 desember, 2005 11:22, Blogger GHH said...

Djö, hvað ég hefði viljað getað komið í bakaríið í dag og beðið um einn snúð, nei eina skonsu, hafðu það frekar kókoskúlu, og þó kannski að ég fái mér bara ostaslaufu. Kem bara í Bread´n´Buns og læt henda mér öfugri út þar!

 

Skrifa ummæli

<< Home