mánudagur, desember 19, 2005

Manudagur - rigning og slappleiki.....

Ég tók upp á því í morgun að vera slöpp. Það hlaut að vera, ég sofnaði í gær í flíspeysu og sokkum, mér var svo kallt. En ég er búin að ákveða að klára þetta á mjööög skömmum tíma, þar sem ég má ekki vera að því að vera veik núna.
Svo er þetta líka frekar leiðinlegt!

En svo er það hitt: Það er ástæða fyrir því að maður veikist, ónæmiskerfið fer "í ræktina" og þá verður maður að gefa eftir. Í raun á ég að þakka fyrir að veikjast, það á sér nefnilega stað alveg einstök endurnýjun.
Ný og betri ég - er hægt að biðja um meira??

Ég bara spyr........

1 Comments:

At 19 desember, 2005 21:45, Blogger GHH said...

Pollýanna bara hress á því heyri ég :)

 

Skrifa ummæli

<< Home