laugardagur, desember 24, 2005

Aðfangadagur........

ég á vin sem er veikur - andlega og núna líka líkamlega. Ég veit ekki hvar hann verður í kvöld - en ég vona að hann nái sátt og ró í hjarta sitt og að jólin komi til hans, með gleði og ljós!
Ég er búin að hugsa mikið til hans - og um hann síðustu daga og ég finn svo mikið til með honum.

Mér þykir alveg rosalega vænt um þennan vin minn, hann er skemmtilegur, góður og lífsglaður - þ.e. þegar hann er ekki veikur.
En hann er sem sagt veikur - og það sem er verst við þann sjúkdóm sem hrjáir hann - hann vill ekki fá aðstoð. Hann vill ekki fá aðstoð við lækninguna og hann vill ekki takast á við sársaukann sem fylgir því að viðurkenna vanmátt sinn.
Það er enginn sem segir að lækningin sé auðveld, en eins og ég hef svo oft sagt: Það er betra að láta sér líða mjög illa í stuttan tíma, en að líða illa í langan tíma.
Ég vona að Guð gefi honum styrk, æðruleysi og dómgreind til að takast á við lífið - sem getur verið svo gott og fallegt - ef maður er tilbúin til að viðurkenna vanmátt sinn og njóta hvers dags fyrir sig.

Gleðileg jól - allir vinir mínir - allsstaðar!

1 Comments:

At 02 janúar, 2006 13:15, Blogger Fríður said...

Æj hvað ég er sammála Svanhildi.. bara að það væri til fleira svona bjútífúl pípúl eins og þú Ingibjörg !!!

*Mússí mússí*

 

Skrifa ummæli

<< Home