Ferðir til og fra Florida
Jæja - nú eru börnin mín/okkar(flest en ekki öll) að koma til okkar 11. apríl. Það er mikil tilhlökkun hjá okkur að hitta þau, klípa aðeins og kyssa til óbóta........ Hin sem ekki koma núna - þau verða fyrir barðinu á okkur í lok apríl, en við ætlum að koma heim í nokkra daga 27. apríl - 8. maí.
Við leitum hér með að húsnæði á þessum tíma - ef þið vitið um einhvern sem vill vera á Florida á sama tíma - eða um einhvern sem vill leigja íbúðina sína á þessum tíma - látið okkur endilega vita.
Ef enginn vill hafa okkur - þá verðum við bara í okkar fallega húsi í Skorradalnum!!

5 Comments:
Þið eruð alltaf velkomin til okkar !
Það er gott að eiga svona góða vini!! Kannski fáum við gistingu á Alkahóli - það væri nú gott!
En hvað með á Annesjum manstu? Hvaða fleiri staðir voru það?
Þið eruð alltaf velkomin til minnar, yrðuð að gista í sófanum..en það er bara töff ;)
Þú meinar í "Grennd" og á "Stökustað".......
Takk fyrir sófaboðið......... það er samt ekki töff!
Já alveg rétt, Grennd og Stökustað. Það er einmitt rétt hjá Annesjum.
Iss bíddu bara þangað til ég bíð þér sófann næst *fruss* :)
Skrifa ummæli
<< Home