Solböð eða ekki solböð?
Ég er búin að hlægja svolítið að Patriciu vinkonu, hún fór með sínum manni niður á strönd, lengst niðureftir Floridaskaganum. Ath. hún er búin að búa hér í mörg ár..... en hún brann svo heiftarlega að það var ekki fyndið - og þó - hún notaði ekki sólarvörn!! Ég sem hélt að ALLIR notuðu sólarvörn, ég t.d. set á mig 45 í vörn - bara ef ég fer út úr húsinu. Kannski er það ég sem er rugluð - en ég brenn ekki á meðan.....
Bráðum ætla ég að fara í "flotta" kjólinn sem frænkurnar gáfu mér og láta taka af mér mynd - svona til að sýna restinni af vinunum, hvernig smekk þessar frænkur hafa!
Ef þessi kjóll sést opinberlega hér á Florida - verð ég líklega rekin úr landi - þannig að þær geta þá haft það á samviskunni!
Er að spá í að setjast aðeins út við laugina - fjölskyldunni minni heima - sem hefur séð mig í gegnum I-sight eða önnur góð forrit - finnst ég föl!

5 Comments:
heisan!, var líka að spá í að setjast við laugina- þá HANDLAUGINA á mínu heimili og setja á mig smá brúnku - þá með brúnkukremi ha ha ha, því að ég ER föl og þó að sólin skíni í dag þá er -4 stiga frost hjá sumum en ekki öðrum!!!have a nice tan-day, kveðja frá GKG
Kenndu okkur bara um vondan smekk!! Varst búin að BIÐJA Stellu að kaupa þennan kjól!!! Ég sest bara með GKG við handlaugina (verður eins og fuglabað ef við mætum allar frænkurnar)!! Þetta má auðvitað ekki verða eins og í FÖLABAKARÍINU hjá þer Ingibjörg mín!!! hahaha!!! Hjördís systir:)
Noohhh.....er maður bara búin að eignast útlenska vinkonu strax...
Var það hún sem birtist "fyrst" á dyraþrepinu með pottrétt í skál og bauð ykkur velkomin í götuna???
Ég tek því þannig að þú sért alls ekki að gera grín að þessu með kjólinn og þal smekk skyldmenna þinna...því þú ert´ekki þannig...
Ég hlakka til að sjá myndina af þér í kjólnum og ef svo skemmtilega vill til að Patricia eigi "hina prótótýpuna" þá væri líka gaman að sjá eina kjóla-mynd af ykkur saman....Þú og "Brenda"
Kv. Hjördis "ekki-systir-en-fyrrverandi-mágkona-sem-mikill-missir-var-af"
Ath. Patricia er hálfíslensk vinkona mín! Búin að þekkja hana í mörg ár.......
Við Guðrún systir munum þá bara óverdósa af brúnkuspreyi og -kremum....svo mætum við fjólubrúnar með laxableikan varalit....er þetta ekki annars keppni?? Hver "brúnkar sér" mest?? :)
Svo er bara spurning Guðrún hvort við kaupum okkur ekki bara upplásna sundlaug á svalirnar?? hahaha
Skrifa ummæli
<< Home