laugardagur, febrúar 18, 2006

Girls night out.......

við fórum í gærkvöldi, nokkrar saman nágrannakonurnar, bæði íslenskar og amerískar, downtown Disney. Skemmtilegt svæði sem ég hafði ekki komið á áður. Þarna eru allskonar klúbbar, lifandi tónlist, góðir veitingastaðir og "stand-up" staðir. Þetta var ekkert smá gaman - mikið hlegið - og þær amerísku fengu sinn skammt af íslenskum húmor og lærðu að skemmta sér "the icelandic way"!
Þarna kom upp bráðsmiitandi "tourette" tilfelli - og merkilegt var að það skildi smitast á íslensku!! Mikið hlegið og okkur fannst við mjög skemmtilegar.

Í dag skín sólin og skellihlær - og ég ætla að draga minn heittelskaða - fallega - eiginmann út í garð að klippa tré...... Hann er svona rétt að jafna sig á stærðinni á garðinum, hann komst að því um daginn (þegar hann var að leita að "sprinkler-systeminu" hvað landareignin er stór. Það þarf að klippa niður "nettan" frumskóg - fyrir framan sundlaugar-svæðið! Þarna eru litlar eðlur (sem mér finnst sætar) og stórar engisprettur (sem eru hálfsystur leðurblaka) og mér finnst þær EKKI sætar. Mér er ekki illa við skordýr - but this is to much!!!

Gott að hafa riddarann á hvíta hestinum (með bláu handskana) með sinni!!!!

6 Comments:

At 20 febrúar, 2006 11:41, Anonymous Nafnlaus said...

......og gengu þau hjónin síðan um landareignina það sem eftir lifði dags.......leið svo fram að slætti, fór þá Björn bóni út með orf og ljá og sást síðan ekki aftur fyrr en snemma næsta ár!!!! hahaha!!! H:)

 
At 20 febrúar, 2006 16:33, Anonymous Nafnlaus said...

Getur verið að þín sé að upplifa svona ...stend-við-gluggann-og-horfi-á-garðyrkjumanninn-beran-að-ofan-og-sveittann-með-klippurnar.... svona desperate houswife scene!!!
Ég er með þrjár spurningar fyrir þig:
1- Hversu oft í viku er skipt um handklæði
2- Hversu oft í viku er þrifið og á rúmunum
3-Er sjónvarp í herbergjunum

 
At 20 febrúar, 2006 17:14, Blogger GHH said...

Er limgerðið þannig vaxið að hægt er að vera ber að neðan meðan á slætti stendur???

 
At 20 febrúar, 2006 19:54, Blogger Fríður said...

Taka mynd af leðurblökunum... ET og ÓT væru sko alveg til í að hitta þessi skordýr og setja í skordýrabúrið sitt

Eðlurnar éta flugurnar... þannig að þær eru bara sætar. ET og ÓT létu frosk stökkva á mig úti í Flórída.. mér til ómældrar ánægju

 
At 20 febrúar, 2006 21:51, Blogger Ingibjörg góða! said...

Sko - stundum finnst mér þetta svona Desperate housewife sena......
Grétar er núna á stuttbuxum og bol (að vísu) að ryksuga sundlaugina........
Gat verið að GHH myndi tala um "lim"gerði - en það er hægt að vera ber að neðan.
Næsta stóra "pödda" verður send til ÓT og ET - í pósti.
Og komið þið bara og sjáið stóra garðinn minn - þá skiljið þið hvað ég er að tala um. Hann er HUGE!

 
At 22 febrúar, 2006 19:59, Anonymous Nafnlaus said...

Limgerði...slætti ..drætti...rúm...huge...

Þessi orð eru allt sem ég man eftir að hafa lesið þetta...

Hvenær má ég koma?? Sko til útlanda :)

Svanhildur Texasfrænka..eða kaffifrænka...eða fræga-texas-kaffi-frænkan...

 

Skrifa ummæli

<< Home