sunnudagur, janúar 08, 2006

Skorradalur - online......

Jæja - þá er loksins komið að því, það er komin Internettenging á Þinghól. Nú get ég "bloggað" úr sveitinni. JAX er sem sagt búinn að tapa keppninni - þar sem hann er EKKI með Stöð 2!!!!!

Við erum búin að hafa það gott í rokinu og snjónum og rigningunni. Ég vaknaði að vísu í nótt við eitthvað furðulegt "væl" í húsinu en ég held að það hafi átt sér skýringu í veðri og vindáttinni. Þannig að ég snéri mér bara á hina hliðina og hélt áfram að nýta fegurðarblundinn. Og þar sem ég svaf næstum 11 klst. þá hlýt ég (samkvæmt öllu) að vera orðin mjög lagleg. Var að vísu búin að tapa mikilli fegurð vegna svefnleysis síðustu vikur - þannig að ég er líklega bara á núll-punkti. En þá er víst best að leggja sig.........
Núna erum við hjónin að fara yfir pappíra - sem við höfum sankað að okkur síðustu mánuði, flokka og senda sumt í ruslið....... Reyni þó að setja ekki reikningana í ruslið, þó það sé freistandi.

Over and out - í bili.......

7 Comments:

At 08 janúar, 2006 15:57, Blogger GHH said...

Það er líka ágætis ráð að opna bara ekki umslögin. Það er góð skammtímalausn... veit ekki alveg hvort hún er vænleg til árangurs til lengri tíma litið. Annars á ég bágt með að trúa að dúfukúkafýlan hafi tapað fegurð. Þú ert óvenju glæsileg af sextugri konu að vera!!!

 
At 08 janúar, 2006 16:53, Blogger GHH said...

Og já ég gleymdi.... hí á Jax

 
At 09 janúar, 2006 22:11, Blogger proppe said...

sko...ég mundi EEEEKKIIIII reyna að koma einhverjum hugmyndum inn í kollinn á honum þar sem hann er með nýjungagirnisáráttu á mjöööög háu stigi...en svo ég taki nú upp hanskann fyrir minn eeeelskulega mág...eruð þið með 36 sjónvarpsrásir á "úglensku" sem reyna allan sólarhringinn að selja ykkur plat páfagauk í búri sem syngur og trallar en kúkar ekki neitt ? (það væri samt smá fyndið ef hann myndi kúka...og prumpa líka )

 
At 10 janúar, 2006 16:17, Blogger Fríður said...

Sko mína... gamla bara komin á netið í sveitinni... ég er nú samt hálf móðguð.. hvað gerði Guðný til að komast á linka listann og hvar er ÉG ???? Þarf ég hendina til að komast þarna.... jerimías... hvað sumir geta verið erfiðir við mann...

 
At 10 janúar, 2006 19:20, Blogger Ingibjörg góða! said...

Mín lærði þetta af Guddunni - í gegnum síma - ef þú hringir og kennir mér (aftur) þá ertu ávallt velkomin á mína síðu.... ávallt....

 
At 12 janúar, 2006 12:59, Blogger Fríður said...

Ég skal hringja í þína og leiðbeina þér... þú getur líka gert copy og paste á hennar link og sett svo... ég skal kannski bara hringja og útskrýra live :)

 
At 16 janúar, 2006 08:45, Blogger GHH said...

Ok, það er sem sagt hægt að vera on-line í Skorradalnum. Get over it og farðu að flytja okkur einhverjar fréttir. Mín saknar þinnar

 

Skrifa ummæli

<< Home