fimmtudagur, desember 29, 2005

Er hægt að kaupa meira af mat?

Nú er hafinn undirbúningur að veislunni miklu sem verður hér hjá okkur utanlandsförunum á Gamlárskvöld. Keyptir hafa verið 2 kalkúnar (eða kalkhænur - er ekki viss) og þeir hafa verið lagðir í kæli til afþíðingar. Síðan verða þeir teknir á laugardagsmorguninn og góðgæti troðið í afturendann á þeim. Gott þeir eru dauðir!
Við verðum hér "stórfjölskyldan" alls 14 manns og verður mikið um mat og skemmtilegheit. Börnin hafa óskað eftir miklu magni af "dessert" þannig að ég sé fram á að búa til a.m.k. tvöfaldan skammt.
Hluti barnanna gaf okkur Kvikmyndaspilið í jólagjöf - svona til að þurfa ekki að drekka ógeðsdrykk - eins og í fyrra - þegar 70 mín. spilið var spilað.
Mér þykir gaman að elda "góðan" mat - og hlakka þess vegna mikið til að elda á laugardaginn!!

2 Comments:

At 08 janúar, 2006 09:49, Blogger GHH said...

Er sem sagt ekki nettenging í Skorradalnum??? Mín saknar þinnar

 
At 08 desember, 2012 09:55, Anonymous Nafnlaus said...

Independent [url=http://www.COOLINVOICES.COM]free invoice creator[/url] software, inventory software and billing software to design competent invoices in minute while tracking your customers.

 

Skrifa ummæli

<< Home