föstudagur, janúar 27, 2006

Frænkurnar kveðjast........

Jæja - nú hafa frænkurnar ákveðið að kveðja Fallegu-Florida-Frænkuna - formlega. (Hvað eru mörg F í því???)

Samkvæmt öllu hefði ég átt að fara út í dag - en svo tók "einhver" upp á því að eiga afmæli á morgun - laugardag - og þessi "einhver" hefur dálæti á Stjórninni og mun hún þ.e. Stjórnin spila í afmælinu og þess vegna er ákveðið að ég muni fara af landi brott á mánudaginn 30. janúar.

Við ætlum sem sagt að hittast á Solon kl. 16 á sunnudaginn - og býð ég hér með aðrar "frænkur" velkomnar. "Frænkur" myndu skilgreinast sem tengdar mér - blóðtengdar eða vina-tengdar.

Hlakka til að sjá allar "frænkur" mínar!

1 Comments:

At 29 janúar, 2006 19:13, Blogger Fríður said...

Eins gott að þetta var kl. 15.00 því að það kom ekki upp neinn misskilningur um þann tíma... hvenær eigum við að hittast næst ? 14.00 ?

Klukkustjórinn

Takk fyrir frábæran dag... góða ferð og gangi ykkur vel.. sakna þín strax... *koss*

 

Skrifa ummæli

<< Home