Þingholl kvaddur i bili........
Jæja - þá er verið að ganga frá öllu, búið að ryksuga og skúra, kveðja alla innanstokksmuni og kyssa Fuffu á trýnið (svona allavega í huganum). Það hefur ekkert versnað útsýnið hérna, þó að við séum að fara (allavega næstu 3 mánuði)........ Og ég er næstum viss um að þetta verður allt hérna - þegar ég kem næst. Viðurkenni þó fúslega að það er smá söknuður í mér.
Næstu dagar fara í það að ganga frá í töskur, kveðja fólkið mitt (okkar) og fara svo á vit ævintýranna í vesturheimi.
Svona miðað við það þegar ég var við nám og störf í Gautaborg á sínum tíma, þá er svona ferðalag ekkert mál. Nú get ég hringt gegnum netið, bloggað, lesið moggann á netinu og ég veit ekki hvað og hvað...... Það er smá breyting frá því að fá Moggann upprúllaðan í pósti, svona á mánaðar fresti - frá mömmu. (Nú segir Gudda að ég sé gömul......)
Þar til næst....... over and out!

4 Comments:
Iss það verður örugglega meira fjör í sundlauginni heldur en í heita pottinum. Það má hvort eð er ekki gera neitt skemmtilegt í þessum blessaða potti!
Mér finnst þú ekkert svo gömul Ingibjörg mín. Það er ekki þér að kenna að það var ekki búið að finna upp internetið þegar þú varst í háskólanámi og alls ekki þér að kenna að það var engin Miklabraut, bara vefnaðarvöruverslanir og skinnskór þegar þú varst ung. Hugsaðu bara hvað þú heppin að hafa upplifað tímanna tvenna - t.d. grammafónn vs geislaspilarar. Það eru fáir sem hafa þessa lífreynslu að baki.
Alltaf skal ég sjá ljósu punktanna í öllu. Ég er vinur í raun!
Alltaf eruð þið að plana hitting og mér ekki boðið.. ég er farin að taka þetta pínu inná mig !!! Er farin í kvenna athvarfið.. bið að heilsa
Mér finnst að þú eigir að koma og heimsækja okkur allar áður en að þú ferð... eða við höldum kveðjupartý... gerum eitthvað til að kyssa bestustu frænkuna mína bless.. Mömmublómið á eftir að sakna að hafa Göbb hérna
Jó mó fó !!!
Er ekkert að grenja ég er bara að vökva á mér augun... og ég er svona rauð útaf því að ég fékk eitthvað í augað...
Skrifa ummæli
<< Home