fimmtudagur, janúar 19, 2006

Komin i sveitina - vei vei vei......

Nú erum við hjónin komin aftur í Skorradalinn, búið að kveikja upp í kamínunni og hækka í pottinum. Snjór yfir öllu og skrítið að sjá hvernig trén liggja niðri - undir snjónum.
Ég fann gamalt brauð og fór með það - langt frá bústaðnum - til að gefa Fuffu (sem er lítil hagamús). Grétar vill ekki að ég gefi henni fyrir utan bústaðinn - ég sem vil hafa hana hérna inni til að hún geti hlýjað sér. Svona er fólk ólíkt!

Nú er bara að njóta þess að vera hér í hlýjunni og slaka aðeins á.........

2 Comments:

At 19 janúar, 2006 19:16, Blogger GHH said...

Þú mátt eiga Harald sem býr í geymslunni hjá mér. Fuffa og Haraldur geta kannski byrjað saman og eignast STÓRA fjölskyldu. Þau gætu þá líka passað upp á bústaðinn meðan þið eruð í vesturheimi. Grétar þarf ekkert að vita.

 
At 20 janúar, 2006 10:32, Blogger Fríður said...

Hahahahahahaha mér finnst Svanhildur svo fundinn... hahahahaha...

Er þetta semsagt ekki hvolpur ? Ég sem lét hann hlaupa með bílnum alla leðina heim og leyfði honum að sofa uppí..... Jói er með hann úi að kúka núna...

 

Skrifa ummæli

<< Home