mánudagur, febrúar 13, 2006

Frost er uti - fuglinn minn!

Já kæru vinir - nú er frost á Florida. Miðað við staðsetningu mína núna er frekar kallt. Floridabúar tala um að það verði sett nýtt kuldamet í dag og á morgun. Maður spyr sig hvort þetta hafi komið með ferðatöskunum okkar!!

En vorið er á næsta leiti hér - sólin skín þó glatt og hitar lúin bein.

Annars er allt í fullum gangi hjá okkur - velja gólfefni á bakaríið og ræða við arkitekta og annað gáfulegt fólk.

Ég er komin með nettengingu og heimasíma - nokkuð sem svona veraldarvant fólk eins og við - þurfum nauðsynlega að hafa til að vera í sambandi.

5 Comments:

At 13 febrúar, 2006 19:39, Anonymous Nafnlaus said...

Halló Ingibjörg G. Ef þú er kominn með númer og mail gætir þú sent mér það á athors@dsthealthsolutions.com.
Later
AT

 
At 14 febrúar, 2006 12:57, Anonymous Nafnlaus said...

Nú þurfið þið bara að vera í föðulandinu og syngja saman: Hver á sér fegra FÖÐURLAND!!! tra la la lala!!! þin systir H:)

 
At 14 febrúar, 2006 14:51, Blogger Fríður said...

Finna einhvernvegin ekki fyrir vorkun hvað veður varðar ?? Skil ekki hvers vegna... humm... bíllinn minn var settur í geng 15 mín áður en ég fór út í morgun til að þýða hann áður en að prinsessan færi út.. eruð þið að lenda í svipuðum vandamálum þarna út :)

 
At 14 febrúar, 2006 15:20, Blogger Ingibjörg góða! said...

Bite me!

 
At 14 febrúar, 2006 18:28, Anonymous Nafnlaus said...

Sælar Fríða...
eruð þið hjón búin að fjárfesta í svona "netakúlu" ? Svona eins og þú talaðir um að þig langaði svo rosalega í eftir að þú sást svoleiðis hjá tengdapabba þínum!!!!

Ef svo leiðinlega vill til að þú eigir ekki "netakúlu" þá á ég eina....sægræna... og get sent ykkur.
Er búin að passa hana fyrir ykkur í mörg ár......eða síðan þú giftir þig!!

 

Skrifa ummæli

<< Home