þriðjudagur, janúar 31, 2006

Komin til Florida!

Jæja elskurnar - þá er ég komin til Florida. Ekkert sérstaklega heitt - 15° - en sólskin eins og lög gera ráð fyrir. Ég viðurkenni að það var erfitt að kveðja fólkið mitt, sérstaklega pabba (veit auðvitað ekki hvort ég sé hann aftur) og börnin mín sem ég elska út af lífinu , Óla bróðir minn, Gunna bróðir- Hjördísi systur (bestu systur sem nokkur getur átt) og alla og alla!! Frænkurnar gáfu mér gjöf sem angaði af Þorramat, ég varð (nauðsynlega) að þvo dressið - en ég SKAL fara í dressið seinna og bið Grétar að taka af mér mynd og sendi vel völdum vinum mínum!!!

En - heimurinn er lítill og það tekur jafn langan tíma að fljúga til Orlando og að keyra til Egilsstaða (þið megið velja hvert þið farið). Ég fæ húsið mitt afhent í dag og er á leiðinni út að kaupa mér rúm.
Hlakka til að sofa í mínu húsi í nótt. Við Grétar og Jónína erum að fara að ná okkur í bílaleigubíl - svona til að brúa bilið þar til Grétar fær Navigatorinn sinn...........

Svo bíður rauða Corvettan einhverstaðar eftir mér og kallar nafnið mitt! Ingibjörg... ingibjörg.... ingi.....

8 Comments:

At 01 febrúar, 2006 13:43, Blogger Fríður said...

Þín er sárt saknað hérna heima.. en við erum svo heppin að geta talað saman á skype með web-cam þessvegna... allavegana með nýja skype... og msn... við látum bara sem þú sért hérna á fróni hjá okkur... þó að það sé aðeins heitara þarna hjá þér... sendi þér ástarkveðjur mín ástkæra frænka.. ég skal sjá um að klípa börnin þín svona af og til...

elska þig jafn mikið og stjörnurnar eru margar....

Stillpill *koss*

 
At 02 febrúar, 2006 14:55, Anonymous Nafnlaus said...

Nú getur míns skrifað þér alveg hægri vinstri sýnist mér!! Læt þig vita hvað er í fréttum svona nokkrunveginn um leið og þær gerast!!! Love H:)

 
At 02 febrúar, 2006 16:19, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elskan!! Hafsteinn var að hringja í Stellu og:::ALLT HREINT OG FÍNT!!!! á svo bara að mæta í skoðun eftir 6 mán og dilli dei!!!
ALGJÖRT ÆÐISKAST!!!! H:)

 
At 02 febrúar, 2006 20:26, Anonymous Nafnlaus said...

Nú ertu farin, farin frá mér, en leiðinlegt fyrir mig en gaman fyrir þig/ykkur.
En ég veit ég á eftir að sjá myndir af ykkur í Florida og tala við þig á msn og fá góð ráð hjá þér eins og ég hef svo oft fengið yndislega Ingibjörg.
Gaman að geta fylgst með þér þó þú sért langt í burtu

 
At 02 febrúar, 2006 23:37, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ mamma mín....ég sakna þín rooossssaaaalleeeegggaaaa mikið!!!! Minns vill vera hjá þér núna, alltaf, endalaust!!!!!!!

Elska þig í endalausa hringi!!!!:#:#:#:#:#:#

 
At 03 febrúar, 2006 15:01, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ stórafrænkubeib,

Svei mér þá ef maður er ekki bara strax byrjaður að sakna þinnar...en við frænkurnar mætum á svæðið, kannski náum við hópferð í október...ég er til! Bara byrja að taka frá nokkra þúsundkalla á mánuði..og þá er þetta komið.
Netsmellur er ekki dýrari en flug innan Evrópu :-)

Átti að skila ástarkveðjum frá PIG, Jóa Máss, Lindu og auðvitað mínum þremur prinsum heima.

Lovjú
Litlafrænkubeib

 
At 07 febrúar, 2006 09:56, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elskan!!!
Gaman að heyra í þér í gærkvöldi. Fékk ekkert sms en nú hef ég númerið og við pa hringjum í eftirmiðdaginn i dag. Hér er bara snjór og frost en bráðum kemur vor í dal!! Farðu nú varlega í útlandinu og svo plönum við eitthvern hitting fljótlega!! Set evrur og dót undir koddann til að safna fyrir ferðinni!!! Love H:)

 
At 07 febrúar, 2006 10:56, Anonymous Nafnlaus said...

Talaði við Geir og Ásmund um lúsin og þeir sögðu að BENSÓLIUM (HEITIÐ A AÐ VERA Á INNIHALDSYFIRLITI) Lysol, líka of svo á að frysta koddann,það er hægt að skola hárið ur spritti. Síðasta úrræði er að klippa hárið H:)

 

Skrifa ummæli

<< Home