Hitastigið að hækka!
Jæja - þá er þetta kuldakast að verða búið. Allavega á að vera ca. 25° á fimmtudag og föstudag.
Núna er "sundlaugarkallinn" að gera sundlaugina klára fyrir sumarið - og það virðist taka aðeins lengri tíma að fylla laugina - en það tekur að láta renna í baðið. Svo ætla ég að kaupa svona "huge" sigti til að veiða laufblöðin upp úr lauginni.
Talaði við Gunna bróður og Ernu mágkonu áðan - og ég vona að þau taki sig nú til og fari að panta flug til Orlando.
Sama á að vísu við um Hjördísi systur mín og Óla bróður minn - ég vil fá ykkur í heimsókn við fyrsta tækifæri.
Jæja - nú er bara að fara upp og finna bikini-ið og skella sér í laugina!

9 Comments:
Áður en þú veist af verðurðu orðin svo amerísk að þú verður búin að túpera frá þér allt vit, komin með laxableikan varalit, í gulrótarbuxur og það allt með stóra sigtið í einni og Dr. Pepper í hinni.
Hún verður sú flottasta í bænum... hún á nú dress sem að við gáfum henni áður en að hún fór út... sem er MJÖG flott... hún ætlar að vera í því þegar hún sækir okkur út á flugvöll.. hún var búin að LOFA því :)
Hornspangar gleraugu og spöng í hárið sem er í stíl við buxurnar og skóna!! Guð, nú sakna ég þín svo mikið!!! Kem á morgun!!! Á dress í stíl við þitt en get ILLA túberað mig!! Fæ mér hárlengingu!!!
Love H:)
vááá... mjög myndrænar lýsingar :)
Sææælar.....
er búin að vera að skoða bloggið þitt, sem er snilld....og stenst ekki mátið að "leggja inn í gleðibankann"...þó svo að stemningin sé soldið þannig að allir þagni og segi: ....bíddu hver er þetta!...."
Ég tek alveg fullt kredit fyrir það að koma í veg fyrir að húsfreyjan gengi í það heilaga á sloggí-buxunum einum saman.......Ok..þú hefðir getað leigt svona marengskjól með púffermum en á þessum tíma voru það vængjaermarnar sem höfðu vinninginn.
En nú eru aðrir tímar og ný tíska svo þú getur óhrædd verið í hvítu háskólapeysunni með gull-bróderaða-ankerinu framan á og verið flottust!!!!
kv. Hjördís
Hver er þessi Hjördís sem talar um peysu með ankeri á ??? Ekki ég (hjördís systir) og ekki Perlan!!!
Gefðu þig fram í nafni laganna!!!
Hjördís þessi á það skilið að vera tekin inn sem "heiðurs-frænka"........ Hún hefur óaðfinnanlegan smekk þegar kemur að fatavali og innréttingum...... Hún og Guðný Helga myndu "toppa" hvor aðra - þar til að áheyrendur væru látnir úr hlátri - og þá búnir að "míga sér" að minnsta kosti 4 sinnum........
Velkomin Hjördís - og takk enn og aftur fyrir að redda brúðkaupsdegi mínum - fyrir rétt rúmum 12 árum!!!
Vei vei vei!!!
Elu, Elu!!!
(Þetta er franska fyrir þá sem ekki tala málið!!)
Máni og Anna fara til Orlando á eftir og ég er búin að láta þau fá símanúmerin ykkar!! Þið heyrið svo væntanlega frá þeim. Adju (líka franska) H:)
Ingibjörg mín...
Mér finnst nú lámark að reyna að eignast vini sem heita eitthvað annað en Hjördís, Ingibjörg eða Guðrún... þetta veldur svo miklu misskilningi !!
Skrifa ummæli
<< Home