mánudagur, febrúar 27, 2006

Tækninni fleygir fram.......

núna er ég búin að tala við Óla bróður, pabba, Hjördísi systur og Stellu frænku - og horfa á þau í leiðinni.
Ég skil alveg hvernig þetta virkar, en pabbi er ekki alveg að ná þessu. Hann hélt meira að segja að þetta gæti verið "ólöglegt í USA". Hann er svo mikil lumma! En hann er ennþá að tala um þetta: að sjá húsið mitt, bílinn og allt umhverfið í gegnum tölvu.
Já svona er þetta líf - fullt af nýjungum og spennandi hlutum..........

3 Comments:

At 28 febrúar, 2006 13:16, Anonymous Nafnlaus said...

Svo fer eg bara fram á að þú sért almennilega uppáklædd þegar maður hringir og talar við þig. Ég var að sjálfsögðu með hatt í þessu millilanda samtali. Það er ekki hægt að BJÓÐA UPPÁ annað!!!! H:)

 
At 28 febrúar, 2006 19:36, Blogger GHH said...

Hahahah pabbi þinn er fyndinn. Ekki er tengdapabbi þinn minni húmoristi. Var það ekki hann sem hélt að það væri bara tímaspursmál hvenær þessi bóla sem internetið er springi????

 
At 28 febrúar, 2006 20:40, Anonymous Nafnlaus said...

Ef ég man rétt þá sagði afi það líka :) Þessi elska...

Ég á bara eftir að redda mér webcam og almennilegum headphones dæmi, þá get ég séð Bjútífrænkubeib "í beinni" í útlandinu..veivei..

knús og bið að heilsa
Lillan

 

Skrifa ummæli

<< Home