Indiana Jones og frumskogurinn......
við Jónína vorum að ryðja "skóg" í gær. Það er á hreinu að tré, runnar, pálmatré og þess háttar, vex - bæði hraðar og betur en við íslendingar eigum að venjast. Það hefur enginn búið í húsinu mínu í hálft ár - húsið er í mjög góðu standi - en garðurinn hefur gleymst. Við vorum að "grisja" ef það er rétta orðið - mætti frekar tala um að "ryðja". Við erum búnar með c.a. 1/10 af garðinum, þannig að það er nóg eftir.
Ég ætla að fara á eftir og finna mér sveðju - og hatt!!
Sjáumst!

2 Comments:
Gætir fundið ýmislegt...Jimmy Hoffa....Bermúda þríhyrninginn....úrið mitt sem ég týndi fyrir 5 árum...ofl ofl..
Go Ingibjörg aka Indiana....þegar þú sagðist ætla að ryðja þér braut í útlandinu, þá vissi ég ekki að þú meinir í orðins fyllstu merkingu ;)
knús
Lillan
Hey þú átt galla og hatt !!!!
Við gáfum þér áður en að þú fórst út góða mín... minni langar svo að kenna þinni að gera myndsíðu... svo við getum séð :)
Eða nota bara eins og Guðný... svo okkars getum njósnað....
Skrifa ummæli
<< Home