fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Flott frænka.....

ég á margar, flottar frænkur......Þær eru hver annari laglegri, duglegri og skemmtilegri. Skemmtilegasti hópur sem til er - þegar depurð hrjáir einhvern!

Ein þeirra er hér til umræðu. Hún er aðgjörlega í sérflokki þegar kemur að dugnaði. Karlfýlan sem hún bjó með, fékk fiðring í sig og lét sig hverfa, frá henni og börnunum. Greyið hann - þar missti hann af lottóvinningi. Og þar sem hann var ekki greindari en þetta - að vita ekki hvað hann var með í höndunum - þá var gott að losna við hann.
Þessi frænka mín er kvenna fríðust, var að klára tækniháskólann, með 3 börn (og farþegann á öxlunum) en er komin í frábært starf og stendur sig alveg eins og hetja.

Ég er stolt af konum eins og þessari frænku minni - hún getur ALLT sem hún vill - og gerir það vel.

Mér þykir vænt um þig - og farðu verulega vel með þig!!!

3 Comments:

At 24 febrúar, 2006 11:15, Blogger Fríður said...

Svo hjartanlega sammála...

Hún er líka bara búin að vera svo rosalega dugleg þessi elska.. lítur miklu betur út eftir að þessi pungur fór !

Hennar býður eitthvað skemmtilegt, ég efast ekki um það.. enda á hún það svo innilega skilið..

Stolt af henni frænku minni.

 
At 24 febrúar, 2006 12:18, Anonymous Nafnlaus said...

Var að tjatta við hana í gærkvöldi á msn-inu og gæti ekki verið meira sammála ykkur. Það er kannski einn galli við hana: HÚN VIRÐIST EKKI FATTA HVAÐ HÚN ER DUGLEG OG FRÁBÆR KONA!!! Miðað við greind og (ekki FYRRI)störf!!! Hún er það sem kallað er:BJÚTÍFÚLPÍPÓL!! H:)

 
At 25 febrúar, 2006 18:28, Anonymous Nafnlaus said...

Ég er sko sammála síðustu ræðumönnum!!!!!!!!!!!!!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home