Þorrablot, hakarl og brennivin.....
Fór á Þorrablót á Melbourne-ströndinni í gærkvöldi. Mikið fjör, Helga Möller, Maggi Kjartans, VIlli Guðjóns, Helena Eyjólfs og Hemmi Gunn sem veislustjóri. Mikið hlegið og mikið borðað, þó aðallega hangikjöt og harðfiskur. Greyið fólkið sem gisti á hótelinu, lyktin af matnum "tók á móti" manni þegar gengið var inn í anddyrið á hótelinu....... Mikið hlegið af því að Konni mágur, vann 2 af happdrættisvinningunum (maðurinn í 4ra daga heimsókn)........ Þannig að nú er ég með flatkökur og reyktan lax í ískápnum, því ekki tekur Konni þetta með sér heim aftur!
Helga Möller og Siggi ætla að koma í mat á miðvikudaginn og þá fæ ég sendingu frá Hjördísi systur minni - vei vei vei.......

10 Comments:
Þegar ég kem til þinnar (8. mai) verð ég með í farteskinu: Súra hrutspunga og selshreyfar!!! Þin getur svo bitið í það sælggæti þegar við liggjum í sólbaði að "brunka okkur" eins og konan sagði forðum!!! H:)
Fórstu í dressinu á þorrablótið ? Þó að þú sért að spara kjólinn þá verður að nota hann... við vorum ekki að kaupa hann svo að hann gæti bara verið inni í skáp !!
Tja..... ég hefði auðvitað átt að fara í kjólnum - það var allavega "Þorralykt" af honum þegar ég fékk hann frá ykkur........
En ég er bara aðeins tillitsamari en þið.....
Já hinar konurnar hefðu náttúrlega verið hálf púkó við hliðina á þér ef að þú hefðir mætt í þessu dressi.... Þannig að það var kannski bara gott mál að þú fórst ekki í honum... ég hugsaði greinilega ekki málið til enda... sorrý
Hæ elskan!! Hingað á Heilsug. komu Goddi (bróðir mömmu) og Sigga og ég sat hér frammi og spjallaði við þau í hálftíma!! Rosalega gaman að hitta frænda sinn!! Það var svona "næstum" eins og að hitta mömmu smá stund. Hann er 81 árs og lítur út eins og unglingur!! Þau báðu voða vel að heilsa!!! H:)
Alltaf er maður að komast að einhverju nýju um vini sína... eða öllu heldur komast að því að það sem maður hélt að væri staðreynd er svo bara haugalygi eftir allt!
Grétar sagði mér nefnilega einu sinni að þér þættu *censored* góðir... ég hef kannski eitthvað verið að fara á mis????
Mér finnst sjálfsagt að viðra kjólinn Ingibjörg mín :) Þá sérstaklega af því að það var svo vond lykt af honum þegar við gáfum þér hann, en hey...lyktin hefði þó ekki fundist á Þorrablótinu ;)
Knúss og klíp frá minni..
Eg ætla að fá þennan kjól lánaðan þegar ég kem til systur minnar og valhoppa um hverfið hjá henni í gylltum strigaskóm með sólgleraugu og sólskyggni!!! Hún getur síðan eytt restinni af veru sinni þarna úti í að útskýra um hvað málið snérist!!! H:)
Ég vil að það verði tekin mynd af þessu valhoppi takk !!!! og hún verður síðan birt inná frænkublogginu.... Díll ?
Hæ elsku Ingibjörg og Grétar og takk fyrir okkur og takk fyrir síðast. Ég trúi svo innilega að þetta gangi vel hjá ykkur s.s. ég hef góða tilfinningu fyrir því sem þið eruð að gera. Það var æðislegt að koma til ykkar. Heyrðu annars Ingibjörg! Uppskriftirnar af kjúllkingnum hennar Jónínu, kartöflumúsinni þinni (besta kartöflumús sem ég hef smakkað) og sallatið hennar Patriciu, væri vel þegið. Getur þú sent mér þetta í tölvupósti á helgamo@simnet.is
Verum í sambandi. Siggi er farinn til Spánar og ég ætla ða heimsækja hann þangað yfir páskana.
Love you Helga Möller
Skrifa ummæli
<< Home