Reykt fuglahreiður!
Það var frekar kallt í gærkvöldi eða ca. 13 gráður (ekki 13 gradir eins og systir mín myndi segja) og kveikti húsbóndinn þess vegna fyrst á hitanum á neðri hæðinni og síðan kveikti hann upp í arninum. Ég bað hann að kíkja (eins og hægt er) upp í strompinn þar sem ég hafði heyrt mjög fagran fuglasöng síðastliðna morgna, söng sem mér finnst eiga upptök sín í strompinum. Minn kíkti, sá ekkert óvanalegt og kveikti þess vegna upp. Við hjónin sátum svo í okkar sófa og horfðum á Idol-iið( ameríska). Við heyrðum auðvitað ekkert frá strompinum, ekki skrítið, við vorum að hlusta á Idol í "surround" og HD tækni... (hvað sem það nú er).......
Núna í morgun - þegar ég var að borða morgunmatinn minn - heyri ég ennþá söng úr strompinum - og þar sem ég hef ekki mjög þróað tóneyra - get ég ekki fyrir nokkurn pening - sagt hvort þetta er gleðisöngur - eða sorgarsöngur.......... Ég finn samt fyrir einhverjum trega í hjarta mínu - en kannski er það bara heimþrá!!!
p.s. Það er skógardúfa á hreiðri í tré fyrir framan húsið - en Grétar fær ekki að kveikja eld nálægt því tré! Ég verð á varðbergi - eins og Smokey the Bear!

6 Comments:
hahaha...Það er eins og að fylgjast með Amerískri sápuóperu að lesa skrifin þín ;)
Alltaf eitthvað spennó og nýtt...
Ertu búin að finna nóg af mublum í kastalann ykkar?
Eða er ennþá bergmál?
Það er svo mikið bergmál - að ég get varla lesið "commentin" frá þér.......þér.......þér......ér.....r......
Birdie, birdie, feeling HOT HOT HOT
.....æ,æ, heitir ekki útungunarvél a ensku : INKIPATOR!!!!???
Svo var það flugfreyjan í Icelandair vélinni í Köben sem sagði á DÖNSKU: Det er 7 GRAÐER í Köbenhavn. OG ÉG ÞORÐI EKKI ÚT ÚR VÉLINNI!!! Þeir hefðu allir getað verið á Kastrup og ég ein á ferð að hitta Vibi vinkonu mína!!! Love H:)
Birdie, birdie, feeling HOT HOT HOT
.....æ,æ, heitir ekki útungunarvél a ensku : INKIPATOR!!!!???
Svo var það flugfreyjan í Icelandair vélinni í Köben sem sagði á DÖNSKU: Det er 7 GRAÐER í Köbenhavn. OG ÉG ÞORÐI EKKI ÚT ÚR VÉLINNI!!! Þeir hefðu allir getað verið á Kastrup og ég ein á ferð að hitta Vibi vinkonu mína!!! Love H:)
Æjjjjjj.... ég er samt viss um að þetta var bara heimþrá... eða ég ætla að ákveða það... svo að ég fari ekki gráta.... grey bíbbarnir...
Ertu til í að girða hitt hreiðrið af... bara til vonar og vara !!
Æjjjjjj.... ég er samt viss um að þetta var bara heimþrá... eða ég ætla að ákveða það... svo að ég fari ekki gráta.... grey bíbbarnir...
Ertu til í að girða hitt hreiðrið af... bara til vonar og vara !!
Skrifa ummæli
<< Home