miðvikudagur, mars 08, 2006

Reykt fuglahreiður!

Það var frekar kallt í gærkvöldi eða ca. 13 gráður (ekki 13 gradir eins og systir mín myndi segja) og kveikti húsbóndinn þess vegna fyrst á hitanum á neðri hæðinni og síðan kveikti hann upp í arninum. Ég bað hann að kíkja (eins og hægt er) upp í strompinn þar sem ég hafði heyrt mjög fagran fuglasöng síðastliðna morgna, söng sem mér finnst eiga upptök sín í strompinum. Minn kíkti, sá ekkert óvanalegt og kveikti þess vegna upp. Við hjónin sátum svo í okkar sófa og horfðum á Idol-iið( ameríska). Við heyrðum auðvitað ekkert frá strompinum, ekki skrítið, við vorum að hlusta á Idol í "surround" og HD tækni... (hvað sem það nú er).......
Núna í morgun - þegar ég var að borða morgunmatinn minn - heyri ég ennþá söng úr strompinum - og þar sem ég hef ekki mjög þróað tóneyra - get ég ekki fyrir nokkurn pening - sagt hvort þetta er gleðisöngur - eða sorgarsöngur.......... Ég finn samt fyrir einhverjum trega í hjarta mínu - en kannski er það bara heimþrá!!!

p.s. Það er skógardúfa á hreiðri í tré fyrir framan húsið - en Grétar fær ekki að kveikja eld nálægt því tré! Ég verð á varðbergi - eins og Smokey the Bear!

6 Comments:

At 08 mars, 2006 15:07, Anonymous Nafnlaus said...

hahaha...Það er eins og að fylgjast með Amerískri sápuóperu að lesa skrifin þín ;)
Alltaf eitthvað spennó og nýtt...
Ertu búin að finna nóg af mublum í kastalann ykkar?
Eða er ennþá bergmál?

 
At 08 mars, 2006 15:46, Blogger Ingibjörg góða! said...

Það er svo mikið bergmál - að ég get varla lesið "commentin" frá þér.......þér.......þér......ér.....r......

 
At 09 mars, 2006 08:56, Anonymous Nafnlaus said...

Birdie, birdie, feeling HOT HOT HOT
.....æ,æ, heitir ekki útungunarvél a ensku : INKIPATOR!!!!???
Svo var það flugfreyjan í Icelandair vélinni í Köben sem sagði á DÖNSKU: Det er 7 GRAÐER í Köbenhavn. OG ÉG ÞORÐI EKKI ÚT ÚR VÉLINNI!!! Þeir hefðu allir getað verið á Kastrup og ég ein á ferð að hitta Vibi vinkonu mína!!! Love H:)

 
At 09 mars, 2006 08:57, Anonymous Nafnlaus said...

Birdie, birdie, feeling HOT HOT HOT
.....æ,æ, heitir ekki útungunarvél a ensku : INKIPATOR!!!!???
Svo var það flugfreyjan í Icelandair vélinni í Köben sem sagði á DÖNSKU: Det er 7 GRAÐER í Köbenhavn. OG ÉG ÞORÐI EKKI ÚT ÚR VÉLINNI!!! Þeir hefðu allir getað verið á Kastrup og ég ein á ferð að hitta Vibi vinkonu mína!!! Love H:)

 
At 09 mars, 2006 09:00, Blogger Fríður said...

Æjjjjjj.... ég er samt viss um að þetta var bara heimþrá... eða ég ætla að ákveða það... svo að ég fari ekki gráta.... grey bíbbarnir...

Ertu til í að girða hitt hreiðrið af... bara til vonar og vara !!

 
At 09 mars, 2006 09:00, Blogger Fríður said...

Æjjjjjj.... ég er samt viss um að þetta var bara heimþrá... eða ég ætla að ákveða það... svo að ég fari ekki gráta.... grey bíbbarnir...

Ertu til í að girða hitt hreiðrið af... bara til vonar og vara !!

 

Skrifa ummæli

<< Home