miðvikudagur, mars 22, 2006

Ingibjörg hrekkjusvin - aðdaandi nr. 1!!!

Ég viðurkenni það - ég get verið svoldið hrekkjusvín - og nú viðurkenni ég hvað ég er vond!
Góð vinkona mín sagði mér frá því að næstum fyrrverandi eiginmaður hennar væri farinn að hóta fólki úti í bæ - fyrir nokkuð sem ég gerði...
Málið er þetta: vinkona mín býr í útlöndum(eins og ég) og heldur úti bloggsíðu - (eins og ég). Hún skrifar þar sínar hugrenningar - (eins og ég) og svo getur maður "kommentað" - (eins og hjá mér). Ég (hrekkjusvínið) er búin að skrifa komment hjá henni sem aðdáandi nr. 1 - henni og vinkonum hennar til mikillar "spennu og forvitni". Mitt heimafólk veit af þessu gríni mínu, hefur fylgst með mér skrifa - og ef grannt er skoðað, þá sést að þetta getur alveg eins verið kona sem er að skrifa þessi komment, þar sem ég hef passað að gefa aldrei í skyn að "þetta" væri karlmaður.

Nú er svo komið að eiginmaðurinn (sem ég tel líka vera vin minn) er alveg að fara á taugum yfir þessum "karlmanni" og er farinn að hóta t.d. einum vini mínum.
Þá verð ég að hætta að hrekkja - og viðurkenna hvað ég get verið mikið hrekkjusvín.

Ég er samt - og verð alltaf aðdáandi hennar nr. 1...................

6 Comments:

At 22 mars, 2006 15:32, Blogger Fríður said...

HAHAHAHAHAHAHA... þú átt eftir að fá þetta í hausinn einn daginn segi ég... hahahahahahaha....

Vinkona þín á örugglega eftir að setja þetta í geymt en ekki gleymt pokan sinn.... og hvað þá herramaðurinn...

Þetta er í lagi svo lengi sem að þú hrekkir ekki mig :)

 
At 22 mars, 2006 16:11, Blogger GHH said...

Grunnti þig sko... Það eru fáir jafn liprir í tungunni og þú.

... og já mér þykir vænt um þig og meira til

 
At 22 mars, 2006 19:43, Blogger Monika said...

Mér finnst þetta alveg stórkostlegt í einu orði sagt. Við stelpurnar hér í m8 vorum meira segja búnar að ræða þennan aðdáanda alveg sérstaklega með ýmsum vangaveltum.

Vá hvað þér tókst samt að kenna mörgum í einu að dæma ekki eitthvað sem maður veit ekki, fyrirfram (fordæma)- ég viðurkenni að hausinn á mér fór stundum á fullt og ég þóttist viss um að þetta væri bóndinn fyrrverandi. En það er eins gott að taka ekki hlutunum of alvarlega. :)

 
At 23 mars, 2006 11:20, Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 23 mars, 2006 12:20, Blogger Fríður said...

Gott að skammast en koma samt ekki fram undir nafni... lumma...

 
At 24 mars, 2006 12:47, Anonymous Nafnlaus said...

Buin að láta Konna fá Vikuna og pakkann!! Hann verður kominn til þinnars í kvöld!!!Heyrumst svo elskan!! H:)

 

Skrifa ummæli

<< Home