Sorg i Kopavogi....
Börnin mín syrgja núna vin sinn, sem fannst látinn í gær. Það er erfitt að vera ekki hjá þeim, halda utan um þau og reyna að hjálpa þeim að skilja - það sem er í raun óskiljanlegt.
Ég fékk e-mail í gærmorgun þar sem stóð að leitað væri að Pétri Ben. - en fyrir ykkur sem ekki vitið þá heitir sonur minn Pétur Benedikt og er kallaður Pétur Ben. Þessi ungi maður hét hins vegar Pétur Benediktsson og var vinur barnanna minna. Ég man vel eftir þessum dreng - ekki síst vegna nafnsins.
Hugur barnanna minna, Hjallanna og okkar allra er hjá fjölskyldu og vinum Péturs Ben. heitins.
Megi góður Guð styrkja þau öll og vaka yfir þeim.

1 Comments:
Ég sendi Perlu og Pétri samúðarkveðjur.
Skrifa ummæli
<< Home