miðvikudagur, mars 29, 2006

Ættingjar og vinir...... og besta systir i heimi!

Það er vitað mál - að í lífinu getur maður valið sér vini, en ekki fjölskyldu. Maður fæðist inn í fjölskylduna og situr uppi með fólk, hvort sem manni líkar við það eða ekki.

Ef ég mætti velja mér systkini - þá myndi ég velja þau sem ég á núna. Ég á 2 bræður - ólíka en ótrúlega góða menn og fallega. Ég elska þá báða endalaust - og þeir eru alltaf til staðar fyrir mig - og ég verð alltaf til staðar fyrir þá.

En ég á líka eina systur - bestu systur sem nokkur, getur nokkurn tíma hugsað sér. Hún er alltaf til staðar fyrir mig - hún gerir allt fyrir mig og við eigum með okkur samkomulag - sem enginn veit um - nema við tvær.
Hún er kvenna fallegust, með ótrúlegan húmor - réttlætiskennd sem myndi duga heilu þorpi á Vesturlandi og hlátur sem hún sparar ekki. Hún er jákvæð, smekkleg (nema þegar hún er með "óþroskaðan smekk"), góð og ræktar vini sína og fjölskyldu. Hvar ég væri - ef hún væri ekki til staðar - tja.... mig langar ekki einu sinni að hugsa um það.

Bara svo það fari ekki á milli mála - Hjördís systir mín - er besta systir í heimi!!!!

3 Comments:

At 29 mars, 2006 21:20, Blogger Fríður said...

Ingibjörg mín... þú ert jafn góð systir og mamma... þú ert í mínum huga sem mamma númer 2 og ég elska þig óendalega mikið... sakna þín líka... Þú ert ÆÐI.

kiss kiss kiss kiss.....

Stellfríður - falleg að innan sem utan ;)

 
At 30 mars, 2006 08:38, Blogger GHH said...

Varstu að fá pakka???

 
At 04 apríl, 2006 12:20, Anonymous Nafnlaus said...

Æ, hvað þú varst sæt að skrifa svona.....míns verður bara feimin!!! Þú ert nú meira bjútíið!!
Eigum við að ættleiða Guðnýju Helgu?? Það væri mátulegast á hana!! H:)

 

Skrifa ummæli

<< Home