laugardagur, apríl 08, 2006

Ég sakna þess að hlægja...... mikið!

Ég var að velta fyrir mér hvers ég saknaði mest frá Íslandi. Auðvitað sakna ég barnanna mest, fjölskyldunnar, vinanna og svoleiðis - en svo gerði ég mér grein fyrir hvað það var sem ég virkilega sakna, það er hláturinn.
Þeir sem þekkja mig og mína - vita að við gerum mikið af því að hlægja - hátt og lengi - af hlutum sem öðrum finnst kannst ekkert sérstaklega fyndið. Ég sakna þess að hlægja með Hjördísi systur, Guðnýju Helgu, frænkunum öllum og vinum mínum upp til hópa. T.d. sakna ég þess að vera ekki heima - núna þegar Guðný fær "ljótu gjöfina" - ég vona að mamma hennar fatti það að hún er ekki send til hennar, þó ég hafi skrifað hennar nafn á pakkann. Ég vissi bara (frá Guðný) að þau (foreldrarnir) væru búin að taka hana af dyrabjöllunni, póstkassanum - og í raun reynt að afmá öll merki um hana!
En gjöfin er ætluð Guðný - engum öðrum - og ég vildi gjarna vera á svæðinu þegar hún opnar hana. Við erum að tala um "ljótu gjöf" sem á eftir að lifa lengi - og jafnvel slá öll met!

Það er sagt að hláturinn lengi lífið - og ég ætla að lifa mjög lengi!

Allir sem eru til í að hlægja eru velkomnir í heimsókn.

6 Comments:

At 10 apríl, 2006 10:00, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elskan mín.. datt óvart inn á síðuna þína (í gegnum Monsu).. langaði bara að kasta kveðju á ykkur hjónin

Hafið það gott í úttlandinu.. skil vel að þú saknir þess að hlæja með öllum.. það var alltaf svo gaman að hlæja með þér :)

 
At 10 apríl, 2006 12:39, Blogger Ingibjörg góða! said...

Hæ elsku frænka - gaman að heyra í þér - hvað er að frétta af þér?

 
At 10 apríl, 2006 13:02, Anonymous Nafnlaus said...

Bara allt það besta hér á bæ :)

Bý á Skaganum og er í vinnu og námi.. alltaf nóg að gera í skólanum og það styttist óðum í að sprautu- og blóðhrædda ég verði hjúkka.. bara ár eftir :) Tíminn er svo hrikalega fljótur að líða eitthvað, finnst ég bara nýbyrjuð!

Annars er ég með msn marenosp@hotmail.com ef þú vilt nánari fréttir ;)

 
At 11 apríl, 2006 12:07, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Ég hafði samband aðeins neðar á síðunni um Þorrablótið. Vona að þú lesir það. Þú ert frábær penni. Bið að heilsa snákunum og He man.

kveðja Helga Möller

 
At 18 apríl, 2006 22:21, Blogger GHH said...

Heyrðu heyrðu... engin ljótu-gjöf á Æslandi. Það hefur örugglega einhver Lolla á póstinum rifið pakkann upp og stolið dýrgripnum... týpískt!!!

 
At 22 apríl, 2006 10:24, Anonymous Nafnlaus said...

Er með svolítið sem mig langar að senda þér sem getur látið þig hlægja ..aftur og aftur og aftur og aftur...hvaða meil get ég sent á?
Knús Lillan

 

Skrifa ummæli

<< Home