miðvikudagur, apríl 05, 2006

Hvar er He-Man þegar maður þarf a honum að halda?

Núna eru til dæmis 2 svartir snákar inni í "sundlaugar-screeninu" hjá mér. Grétar er á fundi niðri í Orlando og ég er ein heima að búa til "hernaðaráætlun" til að losa þá við mig - og mig við þá!

Búin að flétta þeim upp á Netinu og þeir eru ekki eitraðir - sem betur fer.

Það var opið inn í screenið - þar sem ég var að vökva blómin með garðslöngunni (sem þeir hafa líklega haldið að væri mamma þeirra) og elt hana inn.....???!!!

En He-Man kemur bráðum og reddar öllu.

3 Comments:

At 06 apríl, 2006 11:12, Anonymous Nafnlaus said...

vildi að ég hefði góð ráð fyrir þig frænkubeib...en geturðu ekki gert sama við snákana og þú gerðir við innbrotsþjófana á Sunnubrautinni ;)

 
At 06 apríl, 2006 13:51, Blogger Monika said...

Díses.. he he he..

Ég er ekki viss um að ég þori að heimsækja ykkur, hvenær sem það verður.

Mér þykir þú kjörkuð!

 
At 06 apríl, 2006 19:32, Anonymous Nafnlaus said...

Iss hún er bara að segja þetta til að takmarka heimsóknir hjá sér..með gúmmísnáka í garðnum ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home