þriðjudagur, apríl 04, 2006

Land litillar rigningar og mikillar solar......

Auðvitað hlaut að koma að því - ég upplifi skort á rigningu. Verandi íslendingur í húð og hár - hljómar þetta skringilega. En svona er þetta - núna er hitinn að aukast og það hefur ekki ringt hér - tja... bara ca. 2 klst. síðan í lok janúar.
Það er ekki mikil rigning!

Við erum farin að spara vatnið - það kostar AÐEINS meira hér en heima og svo megum við bara vökva 2svar í viku. Það er misjafnt mannanna böl!

5 Comments:

At 04 apríl, 2006 18:58, Blogger GHH said...

Ohhh þið eigið svoooo bágt. Samúðarkveðjur frá It´s Raining Man í vatnagarðinum Danmörku!

 
At 04 apríl, 2006 20:17, Blogger Ingibjörg góða! said...

Takk elskan - en þetta er í lagi - við leggju gesti og gangandi í bleyti í sundlauginni!!!

 
At 04 apríl, 2006 21:37, Blogger Fríður said...

Það snjóaði á fróni í nótt... þannig að ég finn ekki fyrir mikilli samúð í augnablikinu... en það kemur kannski með tímanum ;)

 
At 05 apríl, 2006 13:58, Anonymous Nafnlaus said...

Alveg er ég viss um að það sé einhver sem ber "harm sinn í hljóði" og þakkar Guði fyrir hátt verð á vatninu og að það megi bara vökva 2svar í viku.
Hef það svona létt á tilfinningunni að þessi aðili sé enn sveittur....jú og ber að ofan....við að klippa og snyrta limgerðið á landareigninni stóru.

 
At 05 apríl, 2006 17:47, Anonymous Nafnlaus said...

Ég segi bara elsku frænka eins og þú myndir segja við mig....farð´ekk´að grenja :)

knús og klíp
Lillan

 

Skrifa ummæli

<< Home