laugardagur, september 30, 2006

100 ara afmæli og margt annað skemmtilegt........

Síminn hélt upp á 100 ára afmælið sitt í gær og hafði ég gaman að því að vera með í því að gera þetta eins skemmtilegt og raunin varð. Mikið um dýrðir - og þreyttar tær í lok kvöldsins!
Í Borgaleikhúsinu fengum við að sjá og hitta t.d. Andrew Zolli - en hann er "futureisti" sem vinnur við það að "sjá" hvað gerist hjá okkur í framtíðinni - svona miðað við aðstæður í dag og hraðann í allri tækniþróun.
Síðan kom maðurinn sem allir biðu eftir - Rudi Giuliani - fyrrverandi borgarstjóri í New York. Þvílíkur "útgeislunarbolti"! Hann sagði frá því hvaða kostum maður þarf að vera gæddur til að vera leiðtogi - og hvað maður þarf að tileinka sér - til þess að halda þeim titli. Hann byrjaði á því að spyrja hvort leiðtogar væru fæddir þannig - eða lærðu að vera það. Ég svaraði inni í mér að þeir væru "fæddir" - hann sagði að þeir lærðu það - en þyrftu auðvita að vera fæddir!!
Það var það sem ég meinti - fyrst fæðist maður - svo verður maður eitthvað.........
Hann sagði okkur frá 11. september 2001 - það sem þessi maður fór í gegnum þann dag - og næstu daga - var ótrúlegt.

Svo var farið í Laugardalshöll - og þar var hinn svokallaði "vááá-faktor" Ótrúlega flott show - flott uppsetning - og allt eins gott og hægt er að óska sér.

Eftir það - þá gáfust tásurnar mínar upp - sættu sig þó við að aðstoða mig við að bera kommóðu út í bíl - og hvíldu sig svo á leiðinni upp í Skorradal - þar sem þær eru núna með mér - og bíða eftir að fara aftur í sturtu - og svo í pottinn - ætla víst að kíkja upp úr pottinum með mér - til að skoða stjörnunar!!! Bæði ég og tásurnar - fílum stjörnurnar!

2 Comments:

At 02 október, 2006 12:58, Blogger GHH said...

ohhhhhhhhhh mmmmmmmmmmmmmmmmm Skorradalurinn. Ég og mínar tásur eru sko alveg til í smá ferðalag í dalinn.

knús til þín essskan,
GHH

 
At 02 október, 2006 20:35, Anonymous Nafnlaus said...

Táslurnar þínar voru duglegar...og áttu skilið góða ferð í pottinn...jafn vel að horfa á stjörnurnar líka...
knús á ykkur lummuhjón og Plins

 

Skrifa ummæli

<< Home