laugardagur, júní 17, 2006

Heimskar rollur og Ulfhundurinn!


Kindur eru heimskar - líklega heimskustu dýr á Íslandi. Þá er ég að tala um þegar þær "þurfa" að fara yfir veginn, rétt áður en að bíllinn kemur, liggja Á veginum, hlaupa "eftir" veginum þegar flautað er á þær og svo þetta óþolandi jarm þegar maður á síst von á því. Lömbin eru falleg - en þau stækka og verða að ljótum, heimskum rollum. Ég hef heitið mér og öðrum að auka verulega lambakjötsát á þessu ári og öll næstu ár........ Og af hverju er ég svona reið út í rollurnar - jú - þær eru búnar að "fatta" að grasið er grænna - hinu megin við girðinguna og með einhverri óskiljanlegri heppni komist inn á afgirt svæðið hjá okkur, étið blóm hjá nágrönnunum og brotið tré úr hekkinu sem ég er búin að hlúa að og dútla við í 2 ár! Helv. rollur.......

Svo er það "Úlfhundurinn" - Prins, hunda fallegastur og hugrakkastur...... eða svo hélt ég. Hann verður rosalega ábyggilegur þegar hann sér rollurnar út um bílgluggann. Ég er svo nokkrum sinnum búin að fara með hann í göngutúr - til að reka helv. rollurnar út af svæðinu - og svei mér þá ef ég sé ekki (vonandi) úlfhundinn gægjast út um augun á Prins - ja... eða ekki. Honum er auðvitað ekkert vel við þessi kvikindi - en hann lætur þær alveg eiga sig.

Það er ég samt viss um - að þegar Prins liggur hér á "hermannadýnunni" sinni - þá dreymir hann sjálfan sig reka allar rollur í heiminum út úr öllum görðum. Hann er "ofurhundurinn" sem bjargar trjánum hennar mömmu sinnar.......... eða hvað sýnist ykkur??

5 Comments:

At 18 júní, 2006 20:00, Anonymous Nafnlaus said...

Ingibjörg min!!! Var að horfa á myndina af Prins og veistu hvað.........hann er EKKI úlfhundur!!! Hann mun ALDREI ógna þessum rollum!!!! Hann dreymir EKKI að hann sé að reka þær......hann fær MARTRAÐIR yfir því að þær séu í nágreninu!!! Hann er EKKI eitthvað sem þær eru hræddar við!!!! Farðu bara út í nóttinni og KYRKTU þær!!! Höldum svo grillveislu!!! Love H:)

 
At 18 júní, 2006 23:22, Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha - þú ert yndisleg mamma mín!!!!! Ofurprinsi fer á stjá þegar enginn veit eða sér til; snýr rollurnar niður og handrotar þær svo (á það líka til að "sverða" þær allra leiðinlegustu). Ekki efast um mátt hans, hann fer bara leynt með þetta þannig að hann þurfi ekki að vera alltaf í Séð & Heyrt;);););)

 
At 19 júní, 2006 19:39, Blogger Fríður said...

Sammála Perlu... Prins leynir á sér... hann er eins og superman.. fer leynt með þetta :)

 
At 19 júní, 2006 22:39, Anonymous Nafnlaus said...

Plins, flábælt alveg :) Hann er sterka þögla týpan og er bara að reyna að taka á hlutunum með stakri ró..og þungum augnlokum...sem vinna oftast. Hann er bara að hugsa næsta "múv"...hann er under cover úlfhundur..en það má ekki fattast!

Hvað rollurnar varðar...getur verið að Prins sé að ruglast og heldur að þetta séu bara óvenju feitir púðluhundar og er spenntur???

 
At 20 júní, 2006 11:09, Blogger Monika said...

Priiins ! Eigum við að koma í bað !? :)

 

Skrifa ummæli

<< Home