Að horfa a vorið koma.......

ég er búin að vera í Skorradalnum í viku og hef verið að fylgjast með vorinu koma. Það eru auðvitað ótrúleg forréttindi að geta verið vitni að svona undri. Skógurinn grænkar með hverjum deginum og lyktin er einstök. Rigning, rok, sól og logn - stundum allt sama daginn.
Prins er búinn að njóta þess að fá að fara í "skógarferðir". En núna er komin Hvítasunnuhelgi, fólk farið að mæta á svæðið - og þá fer hann bara með okkur - í bandi. Hann á það nefnilega til að finna sér einhvern sem er t.d. að grilla - og setjast þar að...... hann gerir næstum allt - fyrir mat! Svo er hann nokkurskonar "Cable guy" í bústaðnum hér fyrir neðan - það býr nefnilega tík þar, Prins er skotin í henni - en hún ekki í honum.........
Ég ætla að vera hér í einhvern tíma í viðbót - njóta þess að vera hér með mínum - og Prins. Heilsan batnar með hverjum deginum og ég finn það........ sem er batamerki.
Það væri hægt að markaðssetja þetta svæði fyrir fólk með minn sjúkdóm! Hugmynd.........

2 Comments:
Farðu vel með þig.Pistillinn þinn um að gefast upp og láta stjórnina í hendur ,Aðal,kenndi mér mikið og hjálpaði mikið.Takk fyrir góða kona.Guð veri með þér.
Heisan heisan..bara svona smá lovjú-kveðja frá mér til þín og ykkar..knús&klíp
Skrifa ummæli
<< Home