Einn fyrir Moniku........
Vegna tilkomu vorsins og sumarsins á íslandi, bað Monika vinkona mín - og systir í Kristi - mig um að endurvekja gamla færslu. Þessi færsla á við á hverju ári - sökum veðurfars á Íslandi. Færslan á ekki við í Florida - þar sem veðrið er yfirleitt svona: Sól, sól, sól og svo meiri sól. En hér er færslan:
Var að velta fyrir mér hvort "skammdegisskórnir" mínir viti af því að það fer að koma að kompuferð - fyrir þá. Bráðum er orðið of bjart til þess að þeir geti verið ofan jarðar.
Þeir þola nefnilega ekki dagsbirtu - krumpast allir og kveljast!
Gott á þá - hverjum er ekki sama.
Það er að koma vor og þá fer ég í "hina" skóna.
Vei vei vei!!

3 Comments:
Monika - þessi færsla kostar þig "tofulaust" matarboð - ok?
Til allra þeirra fjölmörgu kvenna sem eiga sína SKAMMDEGISSKÓ!! Ég er búin að taka mínA,(ÞEIR ERU LJÓTARI EN ALLT LJÓTT) stilla þeim á stóran stein hér niðí fjöru og svo tók ég riffilinn hans Óla og SKAUT ÞÁ Í TÆTLUR!!!Þar með er sumarið komið og smáfuglar syngja á grein!!! tra-la-la (eða bí, bí,bí) Bara eftir því sem við á!!!!
Hjördís systir:)
vei vei vei ! !
Takk !!
Nú finn ég að sumarið er komið, og ... það er u.þ.b. að koma að eins árs bloggafmælis.
Það verður að varðveita þessa harmsögu skóparsins í ljóðabók Ingibjörg !
Já og.. ég skal sko setja alla þá ást sem hjá mér er að finna í matarboðið.. ok.. ég skrái þetta hjá mér, á ég þá setja kjúklingabaunir í stað tofu, ok.. það er minnsta málið. :)))
Skrifa ummæli
<< Home