Við eigum svo falleg börn.....

falleg og skemmtileg. Þau komu 7 stk. þ.e. Guðrún Inga, Óli (tengdasonur) Óli Grétar (barnabarnið), Pétur Ben, Gréta Karen, Eva og Karen.
Við erum búin að fara víða. Í Wet and Wild, Sea World, á ströndina í Clearwater og fleira og fleira....... Það er búið að versla, sóla sig, versla meira, borða góðan mat, sóla sig aðeins meira og borða aðeins meira!!!
Við keyrðum þau áðan út á flugvöll og ég slapp við að gráta á flugvellinum - en skældi aðeins á leiðinni heim.......
Það sem maður getur saknað þeirra - þó þau séu varla farin!
En svo voru 2 eftir heima: Hjördís Perla - sem kemur til okkar í júní - og Kristján Ólafur - sem kemur vonandi sem fyrst!
Ég velti því stundum fyrir mér - hvað við erum heppin - að eiga öll þessi börn, hvert öðru fallegra og skemmtilegra!
Þvílíkur fjársjóður!

4 Comments:
Hæ hæ elsku frænka, gleðilegt sumar!!! kveðja frá klakanum kalda!
Flott myndin af ykkur elskan!!! Aldeilis hrúga af börnum!!! Hlakka til að fá þig heim. Svo musumst við tvær saman í 10 daga eða svo!!
Love H:)
Mér persónulega finnst ég miklu ófríðari en þessi skari en samt gengur ætleiðingarferlið heldur of hægt fyrir minn smekk!!!!
Mín bón:
Ingibjörg, úr því að vorið er að koma... hvernig væri að endurvekja færsluna um gömlu slitnu skóna sem vissu ekki enn örlög sín með tilkomu hækkandi sól.
Það var sú færsla sem fékk mig til að byrja á þessari bloggvitleysu. :) -endalaust fyndið.
og.. hvernig fer svona ungt fólk að því að eiga svona mikið af börnum ?
Skrifa ummæli
<< Home