sunnudagur, maí 07, 2006

Ég viðurkenni vanmatt minn.........

Ég er búin að vera hérna í Skorradalnum alla helgina og ætla að vera hér - alla vega í nótt líka. Ég er búin að hvílast vel, yfirfara síðustu mánuði og taka ákvarðanir í samræmi við heilsufar mitt.
Það er ekki alltaf auðvelt að viðurkenna vanmátt sinn - en ég get ekki annað núna. Ég er ekki nógu hraust til annars og það á ég að viðurkenna. En það er þetta þegar að "krosstrén brotna" sem er fast í hausnum á mér. Ég Á að vera svo dugleg, ég Á að geta tekist á við allt, ég Á að standa eins og klettur........ en það er ég sem segist "eiga" að vera allt þetta - enginn annar.
Núna er bara þannig komið að ég get ekki tekist á við allt sem mér finnst ég "eiga" að takast á við og þá geri ég bara eins og mér er sagt - fæ lánaða dómgreind og viðurkenni vanmátt minn........

7 Comments:

At 07 maí, 2006 19:24, Blogger proppe said...

dugleg stelpa. það er víst það sem í raun og veru kennir okkur hvað við erum heilbrigð, að geta viðurkennt vanmátt okkar. Lífið hefur upp á svooo margt að bjóða...ef við bara ákveðum ekki leiðina fyrirfram :)

 
At 07 maí, 2006 20:19, Blogger proppe said...

...eða sko auðvitað ekki HEILBRIGÐ...en á mjöööög góðum stað :)Hver er heilbrigður nú til dags..hahaha

 
At 07 maí, 2006 21:12, Blogger GHH said...

Húrra fyrir þér. Ég er stolt af þér elsku besta vinkona. Love jú

 
At 10 maí, 2006 10:26, Anonymous Nafnlaus said...

Segi það sama...stolt af þér! knús og kossa á þig og ég er heppin að eiga þig.

 
At 10 maí, 2006 12:05, Anonymous Nafnlaus said...

....svo er alltaf rosa gott að skella sér á fund ;) og helduru að það sé ekki bara akkurat miðvikudagur í dag !!! Ótrúlegt !!
tíhíhíhí ;) ...vonast til að sjá þig :D

 
At 10 maí, 2006 15:53, Anonymous Nafnlaus said...

Elsku hjartans systir mín góð!!!
Ég ætla bara líka að viðurkenna vanmátt ÞINN ------- eða var það MINN !!!! Eða bara hver sem vill eiga hann.....Mannstu eftir þeirri þýsku sem fékk dtundum SAMKVISTARBIT??? Hún hefur bjargað mér frá því að fá samviskubit framar í þessu lífi.....nú fæ ég SAMKVISTARBIT og það er svo miklu, miklu auðveldara viðureignar.
Nú þurfum við að finna NÝTT orð yfir vanmátt og nota það síðan....
Auglýsum eftir uppástungum!!!! Hvað með STRÁHATT????? lOVE h:)

 
At 16 maí, 2006 11:28, Blogger Fríður said...

Elsku Ingibjörg mín.. ég elska þig meira en allt...

Þú ert ein stærsta fyrirmynd mín og verður það alltaf... þúsund kossar og knús

Stellfríður

 

Skrifa ummæli

<< Home