fimmtudagur, júní 15, 2006

Kaupstaðarferðir.......

við hjónin fórum í kaupstaðarferð í dag. Ná í hitt og þetta sem vantaði bæði til andlegrar og líkamlegrar næringar. Það er gaman að fara í kaupstaðinn. Við hittum allskonar fólk t.d. eina frænku, einn frænda og líka virkt fólk, óvirkt fólk og einn ofvirkan líka.
Ég var að velta fyrir mér þegar talað er um að maður sé manns gaman. Það fer ekkert á milli mála. Við þurfum að hitta annað fólk, sýna okkur og sjá aðra (eins og mamma sagði alltaf). Heyra fréttir af frændfólki og hvað hefur drifið á daga fólksins í kringum okkur. Ef ekki - þá á maður á hættu að verða "sjálfhverfur". Það vil ég ekki. Ætla að æfa mig í að vera ekki sjálfhverf.

Svo þegar ég er búin að því - þá ætla ég að taka upp strangar æfingar í auðmýkt.

Ekki veitir af................

1 Comments:

At 16 júní, 2006 22:58, Anonymous Nafnlaus said...

Ég elska hvað þú ert orðheppin.. Gaman og lærdómsríkt það sem þú skrifar hérna :) Hafið það gott..
Kveðja Díana Íris

 

Skrifa ummæli

<< Home