Dagurinn i dag.....
það er sól í Skorradalnum. Skrítið að sjá hvernig skýin liggja í kringum dalinn - en virðast ekki komast alla leið yfir vatnið. Þess vegna erum við hérna í sólinni - þó það rigni í kringum okkur.
Greyið Prins er búin að fá að finna fyrir því að "mamma" hans er hætt að reykja. Ég var vön að reykja mikið þegar ég var að semja texta - en í dag tók ég göngutúra í staðinn fyrir sígarettur. Þannig að Prins er "genginn upp að öxlum" og situr núna með tunguna lafandi, þreyttur og þyrstur.
En mér er alveg sama - búin að semja 2 texta í dag - og Prins má vara sig - ég ætla nefnilega að semja einn enn á morgun!
Við Prins fitnum ekki á meðan..................

4 Comments:
Duglega Dísa...
Prins finnst þetta örugglega bara gaman, ef ég þekki hann rétt... íhaa... annars getur Prins alltaf fengið sér sígó ?
Prins er úti að reykja með rollunum ;) Hann svíkur lit og er farinn í hitt liðið! hehe
Fannst ég finna reykingarlykt af honum..... sé hann fyrir mér með ##$$#$#""%&/ rollunum, bak við hól að reykja!!!
En annars grunar okkur Hjördísi Perlu að hann sé búinn að finna sér annað heimili, hann fer út, kemur heim með bumbu og neitar að borða þurrfóðrið sitt.......
Tækifærissinni og eiginhagsmunaseggur!
Eða...eða svo að hann tekur þessu full alvarlega fyrir mömmu sína og er búin að éta eina rolluna?
Sumar kisur í sveitinni lifa á músum...Plins úlfhundur étur rollur...í einum bita.
Skrifa ummæli
<< Home