föstudagur, september 22, 2006

Steinar úr glerhúsum.......

það er gott að minna sig á þetta með að kasta steinum úr glerhúsum. Ég er búin að fylgjast með "grjótkastara" í smá tíma. Mér þykir vænt um hrekkjusvín - en þegar þau eru farin að meiða djúpum sárum - þá er kominn tími til að hætta að hrekkja.

Það lýsir okkur hrekkjusvínunum - hvernig okkur líður. Þegar ég særi aðra dýpst - þá líður mér verst. Og ef ég ´"kúka upp á bak" þá get ég ekki kennt öðrum um slæma lykt.

Það skal hafa aðgát í nærveru sála - sérstaklega ef sálirnar eru ennþá á barnsaldri - því að - barnssálir koma til með að markast af hrekkjusvíninu - alla ævi.

Við ættum því öll að viðurkenna okkar eigin líðan, okkar eigin mistök og síðast en ekki síst - hreinsa sjálf okkar eigin skít!

3 Comments:

At 24 september, 2006 10:58, Blogger Fríður said...

Gæti ekki verið meira sammála síðasta ræðumanni... það þarf sterk bein til að viðurkenna að manni líði illa og hafi gert eitthvað rangt og því er það aðdáunarvert þegar fólk er nógu kjarkað til að gera það !!

Love u frænkubjútí *koss*

 
At 01 október, 2006 20:50, Anonymous Nafnlaus said...

Farðu þá að moka þínum eigin skít vina mín en ekki að kasta uppá mitt bak eða moka minn haug. Þarf enga hjálp við það elskan.

kv-hrekkjusvín ;-)

p.s. þykir vænt um þig engill...

 
At 03 október, 2006 09:43, Anonymous Nafnlaus said...

Merkilegt hvernig þeir sem "eiga sneiðina" taka hana til sín - alveg eins og skot........

 

Skrifa ummæli

<< Home