miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Lærdómsríkir dagar.......

Ég er búin að læra margt síðastliðna daga. T.d. hvernig á að setja upp forkeppni Eurovision - fyrir lítinn pening...... (þ.e. fyrir RUV) Það gekk svo langt að ef við (höfundar) vildum hafa reyk (þurrís) á sviðinu í útsendingu - þá þurftum við að kaupa hann sjálf og koma með í útsendingu og að auki borga manni ca. 40.000 kr. fyrir að sjá um "reykvélina"...... Við slepptum reyknum!

Ég lærði líka hvernig er að vinna með "prófessjónal" fólki - snilldar söngvara, bakröddum á heimsmælikvarða, stílista og danshöfundi...... Allt fólk sem er starfi sínu vel vaxið.

Svo hún Helena hjá BaseCamp - hún á líklega kistu heima hjá sér - fulla af þolinmæði og æðruleysi - kista sem hún getur farið í og fyllt á sig - eftir þörfum.

Ég lærði líka að tapa - ekki það - ég er fullkomlega sátt við að hafa náð öðru sæti í þessari keppni - þó gaman hefði verið að fara til Finnlands - fyrir Íslands hönd - með þessu frábæra listafólki.....
Ég segi bara eins og Jóhanna forðum - Minn tími mun koma!!!

Svo er að lokum smá skot á Kristján Hreinsson - textahöfund þjóðarinnar.....;)
Hann þurfti 9 texta til að lenda í 1. sæti - ég bara einn til að lenda í 2. sæti............
Sem sagt: Sigtryggur vann!!!

3 Comments:

At 22 febrúar, 2007 00:50, Anonymous Nafnlaus said...

Þið Kiddi hefðuð klárlega átt að stilla ykkur upp á sitthvorn kantinn og sjá bara um að reykja yfir sviðið... hehe
Bið að heilsa :)
Kv. Arna í útlöndum

 
At 22 febrúar, 2007 11:54, Anonymous Nafnlaus said...

Já, þinn tími mun koma !!!
kveðja
Linda Ósk

 
At 24 febrúar, 2007 19:46, Blogger GHH said...

PRUMP! Ég kann ekki jafn vel að tapa... þ.e. fyrir þína hönd! Ég er grautfúl. Ég var alveg byrjuð að leggja vötnin í Finnlandi á minnið -
Etelä kylä, Etelä-Niemi, Etelä Niemimaa - Var sem sagt komin í E-ið.

 

Skrifa ummæli

<< Home