mánudagur, janúar 22, 2007

Eldur - í Eurovision............

Jæja - nú er lagið tilbúið og verður byrjað að spila það á RÚV í dag. Mikil vinna að baki hjá mér - gera texta - breyta texta - bæta við texta - endurskoða texta - laga texta - og klára svo að lokum texta............
Ég fékk auðvitað lánaða dómgreind - svona hér og þar - en þetta gekk svo að lokum. Svona er auðvitað ekki hrist fram úr erminni - og við hjónin erum ekki alltaf sammála um hvernig þetta eigi að vera - en sættumst þó alltaf - svona að lokum.......
Við Grétar og Kiddi erum tiltölulega sátt við afraksturinn og vonum það besta á laugardaginn kemur.
Vonandi kann íslenska þjóðin að meta heimilisiðnaðinn hjá okkur!

Mig langar að biðja ykkur sem kíkið hér inn að kjósa nú Eldinn á laugardaginn kemur!

6 Comments:

At 22 janúar, 2007 16:18, Anonymous Nafnlaus said...

Kæra Ingibjörg góða :)
Líst mjög vel á lagið, það grípur mann og er lag sem auðvelt er að fá á heilann eins og maður segir....
Krossum fingur og vonum það besta og gangi ykkur vel með lagið.

kveðja
Linda Ósk

 
At 25 janúar, 2007 15:03, Blogger GHH said...

Áfram þið...

Held reyndar að það sé ekki nokkur spurning að þið komist áfram.

Ég er eiginlega bara byrjuð að spá í hverju ég á að vera í Finnlandi í maí

 
At 25 janúar, 2007 20:04, Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er flott lag og ég spái sigri!
Viltu fá lánaðan Texas jakkann fyrir laugardaginn???

 
At 28 janúar, 2007 01:27, Anonymous Nafnlaus said...

Kæra Ingibjörg.
Þú þekkir mig ekki neitt en ég rakst inn á síðuna þína einu sinni fyrir löngu á einhverju netflakki og hef lesið hana nokkuð reglulega síðan því mér finnst gaman af þínum vangaveltum um lífið og tilveruna. (vona að það sé í lagi)
Allavega þá langar mér að óska þér til hamingju með lagið þitt í Eurovision,klárlega besta lagið með flottum söngvara. Áfram þú !
Kveðja,Kolbrún.

 
At 28 janúar, 2007 09:56, Blogger Ingibjörg góða! said...

Hjartanlega velkomin Kolbrún, ef eitthvað er sett út á "alheimsvefinn" þá ætti það auðvitað líka að þýða að allir séu velkomnir....... Endilega láttu í ljós skoðun þina - til þess er comment-dálkurinn.......... Og við flest sem heimsækjum þessa síðu - gerum okkur grein fyrir að það eru ekki allir á landinu "með sömu skoðun og við".....

 
At 22 febrúar, 2007 11:00, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ vinkona. Er loksins búinn að finna bloggið þitt og get ekki annað en skrifað línu til þín. Til hamingju með lagið ykkar, frábært lag og frá fyrstu mínútu þá fannst mér þetta vera lagið sem þjóðin myndi kjósa. Klárlega besta lagið og textin sá besti :-) Erfitt að fella rauðhærða víkinginn í þessari keppni? Hafðu það sem allra best og skilaðu kveðju til GÖ og KG. Kveðja GBG

 

Skrifa ummæli

<< Home