miðvikudagur, október 11, 2006

Að treysta "vinum".......

ég er svo hissa...... en þó ekki. Það er nett 4. spors vinna að fara í gengum traust til vina. Ég vil að gefnu tilefni benda fólki sem mér þykir vænt um að treysta ekki "vinum" sínum. Sérstaklega ekki ef þið ætlið að eiga viðskipti við þá. Það er gott og blessað að fara í viðskipti með vinum sínum - en í Guðs bænum - hafið allt - og þá meina ég allt - skriflegt........

Þetta hljómar hálf "paranojað" - en enginn veit - fyrr en allt í einu.......

Ég mun hafa viðskipti skrifleg í framtíðinni..... en hef þó grætt einn hlut - ég veit hverjir vinir mínir eru.

Og ég er heppin - ég á mjög góða vini!

1 Comments:

At 12 október, 2006 07:18, Anonymous Nafnlaus said...

Hjartanlega sammála þér frænkubeib!
Traust og góð vinátta er ómetanlega dýrmæt.

lovjú

 

Skrifa ummæli

<< Home