laugardagur, október 07, 2006

Bara að muna að anda.......

það er gott að minna sig á það að lífið gengur - þó að stundum sé maður með - og stundum á móti. Krosstré brotna, klettar molna niður og stundum syndir maður á móti straumnum. Svo er stundum allt á beinu brautinni og meira að segja geitungarnir velja aðra glugga að fljúga inn um...........
Hvort sem maður er með eða á móti - er gott að minna sig á það að anda - anda inn og svo anda út - endurtakist (alla ævi skilst mér) aftur og aftur.
Ég "klíf skriður og skríð kletta" og svo "andar suðrið sæla" - þetta er bara svona!

Það eina sem ég þarf víst að muna - er að anda - og miðað við aldur, menntun og fyrri störf - þá ætti ég að ná því - eða hvað haldið þið?

3 Comments:

At 10 október, 2006 13:37, Anonymous Nafnlaus said...

Þú rétt sleppur ;)
lovjú

 
At 10 október, 2006 19:55, Blogger GHH said...

Ertu nokkuð með þessar leiðbeiningar á teipi í vasadiskóinu þínu? Vona þá bara að batteríið klárist ekki hjá þér eins og ljóskunni.

Elsk og aftur elsk til þín

 
At 11 október, 2006 11:15, Anonymous Nafnlaus said...

Við Anna vinkona erum með aðra skýringu og BETRI á "nú andar suðrið sæla" Sú skýring er að vísu ekki prenthæf EN vekur alltaf jafn mikla kátínu......mömmu okkar fannst sú ´kýring líka mjög "fundin"!!!! H:)

 

Skrifa ummæli

<< Home