mánudagur, nóvember 13, 2006

Sungið i klosettbursta.........

Georg Micheal - Gudda - Disa - Viðar - Inga Dora..........ég sá allt þetta fólk í Kaupmannahöfn um helgina. Ég mun alls ekki leggja mat á hvert þeirra heillaði mig mest en eitt þeirra söng afburða best af þeim öllum!

Helgin var æðisleg - alltaf gaman að koma til Köben. Æðislegt að hitta Dísu vinkonu (eins og alltaf) - Gudda og Inga Dóra voru fyndnar, alla vega Guddan (að henni fannst sjálfri) Viðar mágur minn hefur svo sem ekkert ófríkkað og ég hlakka til að fá hann aftur til landsins.

Ég söng í "klósettbursta" - Ingu Dóru til mikillar gleði - í tíma og ótíma. Inni í verslunum og á veitingahúsum. Mér var samt bannað að taka hann með á tónleikana....... skrítið!
Klósettburstinn var hluti af "ljótugjöf" frá Guðný Helgu - og nú hefst leitin að gjöfinni - til að toppa hennar gjöf. Bíddu bara Gudda mígildi.......... Ljótugjöfin var tekin upp í viðurvist votta - eins og venjulega og gladdi aðra meira en okkur Grétar.

Plinsi var í pössun hjá Svanhildi frænku og tók að sér að vera "getnaðarvörn" - það verður ekki farið nánar út í það að svo stöddu........

4 Comments:

At 14 nóvember, 2006 11:19, Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst ósköp eðlilegt að syngja í klósettbursta, svona miðað við okkar ætt ;)

Hinsvegar, varðandi Prins.

Ég sver það að í heiðarlegri tilraun nr.2 til að tjá ást okkar á dýrslegan máta, þá prufuðum við að setja stól og stóra púða til að loka af inn svefnherbergisganginn.

Ég get ekki lýst því hvernig mér leið þegar ég heyrði í honum labba inn parketið í svefnherberginu.
Hann var í lífshættu í nokkrar mínútur.

Hann lét ekki stóla og púða stoppa sig, hann vildi horfa á.

Er þetta venja á ykkar heimili??

 
At 14 nóvember, 2006 11:22, Blogger Ingibjörg góða! said...

Nei Svanhildur mín - Plinsi sefur nú bara á sinni hermannadýnu.... nótt sem nýtan dag!
En eitthvað óvenjulegt hefur nú truflað svefnvenjur Plinsa - og þessi síða er leyfð fyrir alla aldurshópa - þannig að...... ekki segja okkur frá því sem gerðist - ok?

 
At 14 nóvember, 2006 11:28, Anonymous Nafnlaus said...

Elskan mín, ég er sú eina sem les þetta blogg þitt! :)
hehe
En ókei þá..just in case...þá sleppi ég details.

Annars var þetta nú ekki svo slæmt, hans er sárt saknað á heimilinu. Varðhundurinn sem fékk hiksta í svefni eina nóttina. það var ekki lítið hlegið þá :)

 
At 14 nóvember, 2006 22:36, Anonymous Nafnlaus said...

Ónei Svanhildur, þú ert sko ekki sú eina sem les þetta blogg! Og nú sökum afburðagáfa minna en jafnframt mikils púritisma las ég meira á milli línanna en ég hefði viljað.... og nú veit ég of mikið. Vissi ekki að þú værir týpan til að tjá ást þína á dýrslegan máta... ég er í sjokki... SJOKKI!

En Ingibjörg, þú ert sæt og fín og góð og ég sakna þín. Hlakka til að halda þér uppi þegar þú kemur á Genesis tónleikanna.

p.s. hvern fannst þér skemmtilegast að hitta í DK?

 

Skrifa ummæli

<< Home