miðvikudagur, janúar 10, 2007

Kuldaboli - og "slow-mo" umferð......

Nú er kallt - loksins alvöru vetur, stjörnubjart, kallt og fallegt. Það eina sem truflar mig er þetta óþolandi "marr" í snjónum. Álíka óþolandi og þegar einhver bítur í frostpinna....... það á ekki að bíta í frostpinna - sjúga.......
Það fer jafn mikið í mig og ég fæ jafn mikla gæsahúð - eins og fyrir suma að draga neglurnar eftir krítartöflu, bíta í bómull eða skrapa hníf eftir postulínsdisk. Það þoli ég - en ekki þegar bitið er í frostpinna, klakar bruddir eða þetta helv. marr í mikið frosnum snjó - gæsahúð.........
Við Prins látum okkur nú samt hafa það að fara í göngutúra - þó það frjósi í nefinu á okkur báðum ;)

Og alltaf verðum við svo hissa á snjónum - þ.e. þegar um er að ræða að keyra bíla.... ég var á meðalhraðanum 5 km.kl.st á leiðinni í vinnuna í morgun. Allir jafn hissa á því að það er hálka - Izin zat wieeerd......????

Svo er bara að vona að potturinn í Skorradal verði í 39° - næst þegar ég kem uppeftir - ef ekki þá er bara að taka fram skautana!

1 Comments:

At 14 janúar, 2007 09:29, Anonymous Nafnlaus said...

Plinsinns hlýtur að týnast í sumum sköflunum? Lummuvuffi

Ég man þegar Snorri minn var svo ánægður með þig, að eiga bústað í "Snorradal"...en svo þegar sá misskilningur var leiðréttur, þá urðu smá vonbrigði..spurning um að breyta nafninu á dalnum? Tjah eða Snorra? :)

 

Skrifa ummæli

<< Home