föstudagur, febrúar 23, 2007

Matvöruverslanir og önnur skemmtiatriði.......

Við íslendingar "seljum" dýrasta vatn í heimi. Ef keypt er skinka á 2000 kr. kílóið - þá erum við um leið að kaupa 250 ml. af "vatni" á 500 kr. - eða 2000 kr. líterinn. Og af því að við nennum ekki að mótmæla þegar við erum tekin svona heiftarlega í xxxxxx - þá viðgengst þetta áfram.
Við missum okkur, með reglulegu millibili, yfir allskonar hormónum og öðrum viðbjóði (sem við vitum ekkert um) sem "Kaninn" er að sprauta í sínar kjötvörur og myndum aldrei í lífinu láta þannig ógeð inn fyrir okkar varir........ en kaupum endilega salt-vatns-?????-blandaða skinku eins og ekkert sé....... Tvöfaldur mórall!

Við kaupum matvöruna (þó aðallega landbúnaðarvörur) með skrilljónprósenta álagningu í verslunum þar sem við erum "keyrð áfram" við kassann , látin drífa okkur í að setja sjálf ofan í pokana sem við kaupum á 15 kr. til þess að verslunareigandinn geti svo hreykt sér í blöðum fyrir að hafa gefið "pokasjóðinn" hingað og þangað...... Við fáum drápsaugu frá láglaunuðu krakkarassgötunum sem eru á kassanum - ef við erum ekki að slá heimsmet í pokaíröðun - um leið og við borgum svimandi upphæðir fyrir....... Drífa sig - drífa sig....... Svo klöngrumst við út með kerruna - fulla af rándýrum - vatnsbættum matvörum - yfir snjó og aðrar torfærur - og svo skal skila kerrudruslunni á sinn stað - svona til þess að "kaupmaðurinn" þurfi ekki að borga öðru krakkarassgati léleg laun til að ganga frá henni svo að hún skemmi ekki bílinn þinn (á kostnað verslunareigenda) þar sem hún fýkur um í þessu 20 metra á sekúndu óveðri sem geysar þá stundina.
Ég fer t.d. með Æðruleysisbænina 2svar áður en ég fer í matarverslanir - 4sinnum inni í versluninni, þegar það er búið að merja hásinarnar á mér nokkrum sinnum með vítaverðum aftanákeyslum og vitskertum smábörnum sem ættu frekar að vera heima hjá sér að "kubba" meðan foreldrarnir versla - og svo er bænin þulin stanslaust í "vitlausu" röðinni við kassann - vegna einskærs kvíða við "niðurröðunarheimsmetið" í pokana.......

Annars er ég bara nokkuð hress - en þið?

5 Comments:

At 23 febrúar, 2007 09:24, Blogger Fríður said...

Ég er hress sem fress... þetta er svo satt og rétt...

Mundu að ég hjarta þig.

 
At 23 febrúar, 2007 10:00, Anonymous Nafnlaus said...

þetta var góð lesning mömmið mitt :) við íslendingar gerum sona eins og þú núna bloggum og ræðum þetta í algjöru fússi en gerum ekkert eins og fyrri daginn.. en það er íslenska leiðin og ekki skot á þig..

 
At 23 febrúar, 2007 12:51, Anonymous Nafnlaus said...

þetta er svo satt ;)

 
At 25 febrúar, 2007 22:10, Anonymous Nafnlaus said...

Mér fannst best þetta með vitskertu börnin sem ættu að vera heima að kubba. Hvað er fólk að pæla að draga úrvinda börn inn í stórmarkaði þegar mest er að gera? Þetta var vitrænt blogg hjá þér mín kæra. Og takk fyrir síðast... Það var sko á bíó með Ö.P., Hjördísi systur þinni, Þ. og svo kom ég og þú ætlaðir aldrei að geta hætt að hlæja þegar sýnt var úr Borat myndinni! Remember my dear? love, Anna

 
At 28 febrúar, 2007 09:26, Blogger Ingibjörg góða! said...

How well I remember!
Gott að fá comment frá flottum konum - (og auðvitað mönnum líka)
Love Ingibjörg

 

Skrifa ummæli

<< Home