föstudagur, mars 02, 2007

Kínverskar kótelettur....... ala Sunnubraut.....

Ég tók mig til í gærkvöldi og bauð systkinum mínum í mat. Ég eldaði "kínverskar kótelettur" - eins og mamma bjó stundum til. Þær eru þannig - kóteletturnar eru úrbeinaðar og fituhreinsaðar, vafðar með beikoni og mareneraðar í sólarhring í legi sem er búinn til úr: Teryaki, Soja, Worshestersósu og fersku engifer...... síðan grillaðar í ca. 7-10 mín. Nammi, nammi.... Svo var ég með "Cremé Brulee" í eftirrétt.
Það var mjög gaman að fá mín fallegu systkin og þeirra ektamaka í mat.... Og eins og lög gera ráð fyrir (í minni fjölskyldu) þá var mikið hlegið...... Lindu mágkonu fannst hún t.d. svo fyndin að hún gat varla sagt okkur brandarann - af því hún hló svo mikið sjálf.......... Minnti mig óneitanlega á ónefnda vinkonu mína - fyrsti stafurinn byrjar á Guðný Helga - henni finnst hún líka fyndin!

Ég er að hugsa um að láta "atvinnumenn" á skyndibitastöðum - elda fyrir mig um helgina!

3 Comments:

At 03 mars, 2007 18:10, Anonymous Nafnlaus said...

Hey..ekki vissi ég um þessa uppskrift..pant fá sent via tölvupóst...allar uppskriftir sem þú manst frá sunnubrautinni.
Jömmí jömm....

 
At 04 mars, 2007 09:33, Blogger GHH said...

Hahhaha Það er stundum erfitt að vera ég... og ætla að segja brandara

 
At 04 mars, 2007 14:15, Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var æðislegt og takk fyrir mig elsku systir!!! Héldu einhverjir að það væri bara setið prúðmannlega til borðs og ræddir vandamálapakkar??? Nononono!!! H:)

 

Skrifa ummæli

<< Home