föstudagur, mars 02, 2007

Pilates - algjör snilld!



Ég hef lengi átt þann draum að æfa Pilates - í mörg, mörg ár hef ég "lofað mér" að nú skyldi ég láta verða að því að fá mér alvöru Pilates-kennara og byrja. Núna eftir áramót lét ég verða að því - keypti mér 20 einkatíma hjá henni Kollu..... og þvílíka snilldin!

Ég mæti til hennar 2svar í viku - klukkutíma í senn - og Kolla fylgir mér hvert fótmál og sér til þess að ég geri allar æfingar réttar. Stundum læt ég Kollu vita að "mér finnist hún leiðinleg" - en mér þykir samt alltaf vænt um hana - eftir tímana.

Þetta eru "lúmskar" , mjög skemmtilega og óvenjulegar æfingar. Þarna uppgötvast "nýjir" vöðvar og "gamlir" brjótast fram. Ég hef oft bent Kollu á að "undir fitunni felast gæðin"......

Ég hef alltaf verið frekar liðug - svo stirnaði ég - en nú er ég liðugri en nokkru sinnum fyrr! Sumar æfingarnar hélt ég að ég myndi aldrei geta gert - en viti menn!

3 Comments:

At 03 mars, 2007 18:08, Anonymous Nafnlaus said...

Ohh en gaman! Mig langar að prufa svona líka. Finnst þetta voðalega heillandi allt saman.

Duglega dísa ertu *klapp á bakið* ;)

 
At 04 mars, 2007 09:34, Blogger GHH said...

Þú ert svo dúúúúgleg

 
At 07 mars, 2007 18:01, Anonymous Nafnlaus said...

spurning um að fá bóndann með í þetta ! Gætuð samið lag og gert svona smart vídjó eins og coldplay gerði....

Þetta á bara eftir að gera mikið fyrir þig....og Grella Bö!

Tek undir að þú sért dugleg...hefur alltaf verið.

 

Skrifa ummæli

<< Home