föstudagur, mars 09, 2007

"Sauma"-klúbbar.......

Ég er svo heppin að tilheyra tveimur "sauma"-klúbbum. Annar er eldri en elstu menn muna (og ég neita algjörlega að tjá mig um hvað við höfum hist í mörg ár) - hinn aðeins nýrri.
Við "stelpurnar" sem vorum saman í bekk í Versló, höfum hist reglulega í þessi "2" ár síðan við útskrifuðumst. Ég get alveg staðið við það - vegna þess að þegar við hittumst - þá erum við nákvæmlega eins og við vorum í Versló. Yfirleitt endar kvöldið með maga-harðsperrum af hlátursköstunum og maskarinn hefur lekið og make-up dagsins þar af leiðandi lokið keppni!
Ef einhver myndi spyrja okkur, um hvað við hefðum talað - þá væri engin okkar fær um að svara því. Það eina sem við gætum sagt er: Það var alveg rosalega gaman! Við þekkjum hvor aðra gjörsamlega og stundum þarf ekki nema eitt augnaráð til að hlátursgusurnar fari aftur af stað.

Hinn klúbburinn minn er Drekaklúbburinn. Þar eru núverandi og fyrrverandi starfskonur Stöðvar 2. Það er auðvitað stærri hópur - "liggur í hlutarins eðli" - og síðast þurftum við að setja upp einskonar "talreglu" - svo ekki væri um 4-5 klúbba að ræða - í sömu stofunni. Þarna eru líka góðar vinkonur mínar. Við ræðum um gamla fyrirtækið - bæði í nútíð, framtíð og auðvitað fortíð. Við höfum - á milli okkar - séð hjólið fundið upp - aftur og aftur - misgáfaðir yfirmenn sem hafa komið með hallarbyltingu o.sv.frv.

Eitt er þó sameiginlegt með þessum tveimur klúbbum. Ég myndi ekki vilja án þeirra vera!!

1 Comments:

At 21 ágúst, 2007 20:03, Anonymous Nafnlaus said...

Ahhh! Þetta var sætt. Ég er sammála!!! Kv. Svansí Dreki

 

Skrifa ummæli

<< Home