fimmtudagur, mars 31, 2005

Æðruleysi

Góður vinur minn og bróðir var að tjá sig um umburðarlyndi í gærkvöldi. Það var - eins og venjulega - rosalega gott að hlusta á hann. Hann var að tala um hvað það væri gott ef maður næði því að sýna öllu og öllum umburðarlyndi. Það reyndi auðvitað á mitt umburðarlyndi af því að hann var um leið að segja mér frá ferðalagi sem hann er að fara í: Galapagos-eyjar - ekki leiðinlegt það! Ég ætla að fara í svoleiðis ferðalag - þegar ég er orðin stór.
En svona í framhaldi af því - þá fór ég að velta fyrir mér ÆÐRULEYSI. Það orð er svona - Eitt í öllu orð - þar sem umburðarlyndi, samhugur, góðmennska, yfirvegun og öll þess góðu orð - koma saman í eitt orð.
Flott orð - ég ætti kannski að láta tattóera það á ennið á mér!

Forgagnsröðun

Auðvitað er ég að búa mér til afsökun fyrir blogg-leti. Reyna að selja mér og öðrum það að ég hafi verið að forgangsraða. Bull og vitleysa - ég hef bara gleymt að tjá mig - og á stundum ekki nennt því.
Og algjörlega án þess að ég þurfi að afsaka mig - þá er ég samt að hugsa um að bæta úr þessu. Það hefur nefnilega svo margt skemmtilegt gerst á síðustu mánuðum. Hlutir sem þroska mig og bæta sem manneskju............